6.4.2016 | 16:49
Vandamálið ekki óskiljanlegt, þó sumir virðist halda annað
Katrín Jakobsdóttir segir til standa að halda kröfu stjórnarandstöðuflokkanna um vantraust, þingrof og kosningar, til streitu.
Það má svosem.
Hitt er annað, að ég hef slæma reynzlu af þingrofi svona, og kosningum. Ég man nefnilega vel eftir hálfvitunum sem tóku við eftir slíkt seinast, og vil helst ekki svoleiðis aftur.
Þá væri auka-kjörtímabil með Sigmundi betra.
Katrín segir að það sem henni finnist athugavert við málið,[...] sé að enn hafi ekki borist svör frá stjórnarflokkunum um hvernig eigi að taka á þeim stóra vanda sem skattaskjól eru almenn. Vandamálið sé mun stærra en svo að það endi með afsögn Sigmundar.
Hvað finnst henni ætti að gera? Bara forvitni í mér.
Bara í þessum leka eru 600 félög sem tengjast Íslandi og 800 nöfn (einstaklingar?) sem sýnir okkur að hér er lítill, fámennur hópur auðugs fólks sem er að kjósa að nýta sér þessi skattaskjól í einhverjum tilgangi.
"í einhverjum tilgangi?" Skattaskjól eru, eins og felst í nafninu, til þess að spara pening.
Sýnist mér augljóst að 600 félgum sem tengjast íslandi finnst skattkerfið í útlöndum hérlendu kerfi fremra, og hafa bolmagn til að notfæra sér það.
Eða hvað?
Þetta er ekki flókið og ekkert dularfullt.
Við vitum alveg að þó svo að það kalli ekki á að fólk sé að svíkja undan skatti þá snýst þetta um leynd á eignarhaldi...
... ja, þetta eru, eins og ég hef bent á áður: viðkvæmar persónuupplýsingar, sem mér er sagt að eigi þá að halda leyndum í 30-80 ár.
Eða hvað?
...og að fylgja öðrum reglum en við höfum sammælst um að fylgja í viðskiptaháttum," segir Katrín.
Við? Við hver?
Þetta virðist allt vera löglegt, í það minnsta hefur sá frómi maður Sigmundur ekki gert neitt ólöglegt með því að eiga þarna pening. Við getum heldur ekki gert ráð fyrir að öll þessi, jafnvel einhver þessara félaga eða einstaklinga sé með eitthvað ólöglegt í gangi, sem bendir eindregið til þess að þeir séu einkitt að fylgja þeim reglum sem "við" höfum sammælst um.
Lögum, sem sagt.
Óþarfi að vera eitthvað að ljúga úr ræðupúltinu. Jafnvel um fólk og fyrirtæki sem þér kann að vera í nöp við.
Ég hef ekki heyrt nokkurn mann tala um hvernig við eigum að taka á þessu ...
Talaðu við SUS, svona lagað er eitt af þeirra fjölmörgu áhugamálum, veit ég, ég er viss um að þeir koma með nokkrar hugmyndir. Þó ekki væri nema ein, þá væri það samt meira en ekkert.
Við í VG höfum ekki trú á því að áframhaldandi samstarf þessara flokka muni skila neinum árangri í að takast á við þetta stóra mál.
Ég, ekki í flokki, hef ekki trú á því að VG leysi neitt.
Vandamálið stærra en Sigmundur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.