16.4.2016 | 13:09
Bíðið bara þar til bílar verða sjálfkeyrandi.
Þá gæti einhver 12 ára gutti stolið bílnum þínum meðan þú ert enn í honum, með einhverju appi, og keyrt beint í sjóinn.
"Langir biðlistar hafa myndast í Þýskalandi eftir þessum Dacia-bílum en Renault notar í þessa framleiðslu afganga úr bílum sem hætt er að framleiða. Þeir eru ekki beint fallegir en eru hræódýrir og einfaldir."
Smekksatriði, eða er fólk að láta verðmiðann segja sér hvernig hluturinn lítur út?
Ný tækni við bílþjófnaði vekur ugg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Franskir bílaframleiðendur hafa verið þekktir fyrir að framleiða ljóta bíla, sbr. Citroën 2CV. Í eitt skipti var svo mikil hneykslun yfir hvað eitt módel af Citroën eða Renault (man ekki hvort var) sem hafði verið sett á markað á 7. áratugnum var ljótt, að Frakkarnir voru minntir á það að bílar þyrftu ekkert endilega að vera ljótir til að vera góðir.Sjálfur myndi ég aldrei kaupa franskan bíl vegna þess hversu erfitt er að gera við þá. Annars hafa ljótir bílar það fram yfir aðra, að þeir eru ekki í neinni hættu að vera stolið. Ekki frekar en bílar sem eru bleikir.
Annars fer þessi bíll hér:
https://kolekcjoner87.files.wordpress.com/2011/04/fiat_600_multipla_2_55-601.jpg
í tíu efstu sætin yfir ljótustu bíla sem fæðzt hafa á þessari jörð, þótt ekki sé hann franskur.
Pétur D. (IP-tala skráð) 16.4.2016 kl. 15:46
... ja hérna.
Annars er erfitt að keppa við LandCruiser 90, jepplingana, td Chevy Trax og Quasquai (eða hvernig sem það er stafað) og alla minivanina, óháð tegund.
Svo er beinlínis erfitt núorðið að fá flottan bíl.
Ásgrímur Hartmannsson, 16.4.2016 kl. 22:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.