16.4.2016 | 13:35
Þetta er tortyggilegt
"Kristján Guy Burgess, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, segir að verið sé að reyna að varpa upp sem mestum reyk með því að gera eignarhald á huldufélaginu sem á húsnæðið að Hallveigarstíg 1 sem Samfylkingin leigir tortryggilegt."
Hvað er ekki tortyggilegt við það?
1: það er huldufélag.
2: formaður Samfó segist ekkert vita hver á það.
3: Það er skráð í útlöndum.
4: það er ekki til á skrá hjá ríkisskatsjóra.
(Q: "Fram kom í umfjöllun um málið í Morgunblaðinu á föstudag að Fjalar og Fjölnir eru skráð með erlendar kennitölur og heimili í öðrum löndum. Þá fengust þær upplýsingar hjá Ríkisskattstjóra að félögin fyndust ekki í skrám embættisins.)
Var ekki mikið moldviðri um daginn vegna þess að einhver embættismaður átti einu sinni eignir í skattaskjóli? Eignir sem voru þó gefnar upp?
Þetta er miklu grunsamlegra,
"Spurður í Vikulokunum á Rás 2 um eigendur félagsins sem á húsnæðið sem Samfylkingin leigir segist Kristján Guy ekki þekkja það nákvæmlega."
Hann ekki heldur?
"Sagði Friðjón Óttar Ingvarsson, hrl. og stjórnarmann í Alþýðuhúsi Reykjavíkur, vera fyrrverandi miðstjórnarmann í Alþýðuflokknum og gaf hann því lítið fyrir skýringar Kristjáns Guy um að félagið væri ótengt Samfylkingunni líkt og Kristján hélt fram."
Hmm...
Málið verður grunsamlegra með hverri málsgrein.
"Kristján Guy sagði þá félagið óháð flokknum í sambandi um lög um stjórnmálasamtök." (sic)
"Þetta er löglegt" útskýringin dugði ekki fyrir Sigmund. (Reyndar er mig farið að gruna að hér séu ólöglegir hlutir á seyði. En það eru náttúrlega bara grunsemdir, byggðar á hve leynilegt þetta allt er.)
"Hann segist hafa orð eigenda hússins að félögin séu ekki skráð á Tortola. Ég hef orð þessara manna og hef ekki ástæðu til að rengja þau."
En á Panama? Delaware? Lúxemborg? Sviss? Cayman eyjum? London? Írlandi? Bermúda? Singapore? Eða Belgíu?
Allt vel þekkt skattaskjól.
Flettið því upp.
Segir félagið tengt Samfylkingunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Þetta er ekki aðeins tortryggilegt, heldur beinlínis ólöglegt.
Brýtur gegn skráningarskyldu samkvæmt lögum um fyrirtækjaskrá.
Guðmundur Ásgeirsson, 16.4.2016 kl. 14:53
Þar höfum við það. Mig grunaði að þetta væri eitthvað rangt.
Samt, það verður ekkert mál úr þessu.
Ásgrímur Hartmannsson, 16.4.2016 kl. 16:41
"Hann segist hafa orð eigenda hússins að félögin séu ekki skráð á Tortola. „Ég hef orð þessara manna og hef ekki ástæðu til að rengja þau.“"
Hverjir eru þessir menn sem Kristján Guy talar um??? hvað heita þeir??? Eru þeir kannski einhverjir huldumenn???
Tómas Ibsen Halldórsson, 17.4.2016 kl. 00:35
Eh.. Hann veit ekki hver á húsið en "Hann segist hafa orð eiganda hússins að félögin séu ekki skráð á Tortola" Hvernig í fjandanum getur maður haft orð einhvers sem maður veit ekki um, fyrir enhverju???
Þ. J., 17.4.2016 kl. 19:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.