Græjur

Nú veit ég minnst um þetta.  Flugvélar, þó þær séu voða áhugaverðar, eru aðeins fyrir utan mitt svið.

Hvað á að nota þær í, annað mál.

Skoðum nánar, með hjálp Wiki (herir heimsins eru minna leyndó en Íslenska lögreglan)

Sukhoi 34: Tekin í notkun 1990. 95 eintök til, svo vitað sé, metin á $36 milljón stykkið.  Verðið útskýrir fjöldann.

Vildi að ég hefði efni á einni.  Gæti lifað hátt á þeim pening alla ævi, og vel það.

Hefur 1 30mm vélbyssu (as per definition *vélbyssa,* ekki einhver aum MP5, sem er svolítið annað.)

Undir hana er hægt að setja 12 hluti, af einhverju tagi.  Of langt er upp að telja, en mest af því springur.

Hvað gerir maður við svona?  Nú, hendir sprengjum í fólk sem getur lítið skotið á móti.

Sukhoi 24: Tekin í notkun 1967.  Enginn veit hve margar eru til, en sovétið lét smíða ~1400. Kostuðu $24 milljónir stykkið.

Hefur aðeins minni vélbyssu, 23 mm, en fleiri skot í hana, og færri festingar fyrir sprengjur.

Virkar svipað og nýrri týpan, bara aðeins minna.

Mi 28: hefur verið til síðan 1982.  126 smíðaðar, fyrir ~15 milljónir stykkið.

Hefur 3mm vélbyssu, sem getur lagt venjulegt íslenskt einbýlishús í rúst af 1500 metra færi.

Og allt að 56 eldflaugum, sem ætti að vera nóg til að rústa efra-breiðholti.

Svo þetta er einhversskonar fljúgandi skriðdreki.

Hind: tekin í notkun 1972.  Hve margar til?  Veit ekki.  Þeir halda að þeir hafi smíðað ~2300.  Svo þetta er eins og Kalashnikov rifflarnir; til, en enginn veit hve margir.

Hefur nokkrar vélbyssur, hér og þar.  Fullt af sprengjum.

Ef maður á svona, mætir maður með þær.

Sovét-hernaðar hugsun þarna: nákvæmni skiftir engu, maður sprengir bara nógu andskoti mikið.

Hvað eru andstæðingarnir með?

Sendiferðabíla sem er búið að lóða þykkar stálplötur við.  Í þeim eru þrír hálfvitar með .30 vélbyssu og RPG7, sem dregur 500 metra.

Og svo eru Tyrkir, sem eru meira alvöru.


mbl.is Rússnesk vopnaveisla í Sýrlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband