15.5.2016 | 21:53
Þeir gerðu þetta við sjálfa sig
Neyðarástand ríkir nú í Venesúela, en forseti landsins, Nicolas Maduro, hefur hótað að yfirvöld taki verksmiðjur eignanámi sem hafa verið lamaðar af borgarastéttinni...
Alltaf verið að kenna "borgarastéttinni" um allt.
Þið vitið, verkalýðnum.
Venesúela býr við stærstu olíubirgðir heims, en lækkandi olíuverð hefur komið illa niður á ríkissjóði landsins og efnahagslífi þess.
Gott að hafa olíulind, og allt það, en hvers vegna komu þeir sér ekki upp fjölbreyttara atvinnulífi?
Miðstýringin fór öll að tappa pening af olíulindunum, og virðast hafa þvælst fyrir öllum sem höfðu aðrar hugmyndir.
Sennilega vegna þess að þeir voru flestir af "borgarastéttinni."
Ætlum við að læra af þessu? Ég held ekki.
Geisar nú óðaverðbólga í landinu og reyna yfirvöld að berjast við efnahagssamdrátt.
Ég ætla að leyfa mér að giska á að allt sem yfirvöld þarna gera muni virka öfugt. Gera ástandið verra.
Eignaupptaka mun gera ríkið auðugra á pappírunum í smá stund, en á meðan fyrirtækin skila engu af sér, þá eru þau de facto verðlaus.
Á síðasta ári var 5,7% efnahagssamdráttur í landinu og verðbólga mælist nú 180%. Spá sérfræðingar því að hún geti jafnvel farið upp í 700% fyrir lok þessa árs.
Bjartir.
Í ræðu á fundi með stuðningsmönnum sínum í gær fór Maduro nánar yfir þær aðgerðir sem ráðist yrði í.
Ekki er farið yifr þær í fréttinni. Hef ekki fundið áætlunina á netinu, og nenni ekki að leita lengur.
Hér er tilvitnun af the guardian: (http://www.theguardian.com/world/2016/may/14/venezuela-maduro-emergency-powers)
The governments efforts to manage the shortages have included moving clocks forward half an hour, closing schools on Fridays, sending civil servants home three days a week, and even drafting in Maduro himself to dispense energy-saving tips. Cut the use of hair-dryers, or only use them half the time, he said on a recent TV appearance. Do you think you could do this, ladies?
Sagði hann að hver sá sem vildi halda aftur af framleiðslu í landinu til að skaða efnahaginn ætti að flytja úr landi og að þeir sem létu verða af slíku athæfi ættu heima í fangelsi.
Hann hefur verið að læra hjá sömu gaurum og kenndu VG & Samfó.
Ummælin koma stuttu eftir að stærsta matvælaframleiðslufyrirtæki Venesúela, Polar Group, stoppaði framleiðslu sína á bjór og kenndi stjórnvöldum um þar sem fyrirtækið gæti ekki lengur flutt inn hráefni í bjórframleiðsluna.
Og hvernig á þetta fyrirtæki að framleiða bjór úr engum hráefnum?
Það mætti halda að þessi Maduro væri einhversskonar ríkisstarfsmaður.
Neyðarástand í Venesúela | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.