20.5.2016 | 17:51
Það á ekki eftir að valda neinum vandræðum
Nei nei.
Auðlegðarskatturinn kom mjög illa niður á fólki sem hafði safnað til elliáranna, eða átti eignir sem þeim hafði áskotnast - margar gamlar ekkjur sem áttu land sem var kannski milljóna virði en gaf ekkert af sér komu mjög illa út úr þessu.
Veiðigjaldið var svo farið að fækka útgerðarfélögum. Sem mér skilst að sé voða sniðugt, vegna þess að því færri sem búa að atvinnutækjunum, því betra.
Þetta tvennt var aðal ástæða þess að bilið milli þeirra ríkustu og allra annarra víkkaði talsvert hraðar í tíð síðustu stjórnar en nokkurntíma áður. Efri millistétt og millistétt misstu úr, og lágstéttin stækkaði aðeins.
Nei takk.
Er einhver með betri hugmynd? Einhverja sem býr ekki til eitthvert lénskerfi?
Vilja auðlegðarskattinn aftur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.