24.5.2016 | 17:50
Byggt á hverju?
*Nýlegar gervihnattamyndir sýna umfangsmiklar skemmdir á herstöð í Sýrlandi sem er notuð af Rússum en talið er að liðsmenn Ríkis íslams hafi ráðist á herstöðina.
Af hverju halda þeir endilega að ISIS hafi gert þetta? Það eru fleiri hópar þarna, og allir hæfari.
*Rússar neita þessu og segja skemmdirnar margra mánaða gamlar og orðið til við átök sýrlenskra hermanna og skæruliða úr hryðjuverkasamtökum.
Myndirnar eru *augljóslega* teknar með stuttu millibili. Ekki hægt að segja út frá þeim *hvenær,* en ... mig grunar að rússar séu eitthvað að bulla núna.
"skæruliða úr hryðjuverkasamtökum." Það gildir um *alla* á svæðinu.
Myndirnar gefa til kynna að fjórar þyrlur og 20 trukkar hefðu eyðilagst í eldsvoða
Í nokkrum litlum sprengingum.
Telja fulltrúar Stratfor að herstöðin hafi verið skemmd af eldflaugaárás Ríkis íslams.
Aftur, af hverju þeir?
BBC ræddi við sérfræðinginn Sim Tack sem sagði það ljóst með myndunum að um hefði verið að ræða nokkuð harða árás.
No shit, Sherlock?
Mannréttindasamtökin The Syrian Observatory for Human Rights höfðu sagt frá sprengjuárásum við herstöðina 11. maí eftir að skæruliðar Ríkis íslams náðu tímabundið yfirráðum á hluta vegarins milli Palmyra og Homs. Þá náðu þeir að flytja sprengiefni í næsta nágrenni herstöðvarinnar að sögn Stratfor.
Segir okkur (og rússum) að það þurfi aðeins að lappa uppá öryggið þarna.
Herinn, náttúrlega ríkisstofnun. Þær fá aldrei gott fólk.
Ríki íslams réðist á herstöð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.