26.5.2016 | 17:09
Við vitum að þetta er flókið, höfum vitað það frá upphafi
Það verður ekki annað sagt en að þetta sé orðinn talsverður frumskógur af ýmsum gjöldum og reglum,
Ég myndi ekki kannast við kerfið án flókinna, illa úthugsaðra laga og reglugerða.
Þannig féllu sex mismunandi skattar og gjöld á bensín og díselolíu; almenn vörugjöld, sérstakt vörugjald, kolefnisgjald, flutningsjöfnunargjald og virðisaukaskattur.
Það verður einhvernvegin að halda flutningskostnaði háum.
Viðurkennt hafi verið að réttmæti vörugjaldanna væri að þau væru nýtt til uppbyggingar samgöngumannvirkja.
Ef það færi nú allt í það...
Vörugjöld á bifreiðar skiptast þannig í níu flokka miðað við koltvísýringsútblástur.
Þannig fáum við verri bíla sem menga meira. Sem mér er tjáð að sé afar mikilvægt til að stemma stigum við batnandi veðurfari á jörðinni, sem ku vera mesta plága.
Svona eins og almennt heilbrigði.
Á síðasta kjörtímabili var mörgum af þessum sköttum breytt í nafni umhverfisins.
Maður vorkennir stundum umhverfinu.
Hins vegar væri erfitt að greina með óyggjandi hætti útblástur koltvísýrings í útblæstri bifreiða og þar með að ákvarða vörugjaldið.
Ríkisstofnanir hafa hingað til verið góðar í að draga bara einhverjar random "upplýsiingar" úr rassinum á sér.
Þekktar væru fréttir af fölskum upplýsingum bifreiðaframleiðenda í þessum efnum sem gerðu slík viðmið enn erfiðari.
Maður verður að virða það við suma framleiðendur, að þeir reyna að koma til móts við neytandann. Ekki er ríkið að gera það.
Þannig hafi íslenskum almenningi verið markvisst beint að díselbifreiðum fremur en bensínbifreiðum þrátt fyrir að díselbifreiðar væru dýrari og útblástur þeirra hættulegri heilsu manna.
Það er þess vegna sem það er gert í útlöndum. Til að græða meira. Dísilevélar eru dýrari í framleiðzlu, svo það er hægt að græða meira á þeim. Sama % álagning. Reiknið bara.
Sigríður vakti einnig máls á því að ákveðið hefði verið á síðasta kjörtímabili að veita skattaívilnun vegna innflutnings á lífeldsneyti, eða etanóli og jurtaolíu til íblöndunar í eldsneyti. Þar væru í rauninni á ferðinni ekkert annað en matvæli. Þrátt fyrir að ekki lægu fyrir nein sérstaklega jákvæð umhverfisáhrif af slíkri íblöndun. Miðað við þær upplýsingar sem ég hef aflað mér þá sýnist mér við núna vera að brenna í bílunum okkar mat sem gæti nært 100 þúsund manns á ári.
Þarna þekki ég sósíalista.
Og ekki bara eru þetta matvæli, þessi matvæli eru *dýrari* en olía.
Gríðarleg neyslustýring fælist þannig í því fyrirkomulagi sem til staðar væri.
Neyzlustæýringin þjónar samt engum tilgangi fyrir okkur Íslendinga. Nema að sjálfsögðu þá sem fá eitthvert kikk út úr að auka hungur í heiminum.
Við framleiðum ekki vélar, svo það er tilgangslaust fyrir einhverja íslenska vélaframleiðendur að eyna að féfletta landann.
Þetta er eins og 1984: tilgangurinn með neyzlustýringu er neyzlustýring.
Sameina ætti alla vörugjaldsflokkana í eitt vörugjald til einföldunar og draga þannig úr óæskilegri neyslustýringu.
Líkurnar á því að það fáist samþykkt eru hverfandi. Ég þekki mín fífl... ég meina mitt fólk.
Bjarni Benediktsson sagði að með réttu mætti segja að heildaryfirsýn á skattlagningu á ökutæki og eldsneyti væri talsvert örðug vegna ýmiss konar undanþága og ívilnana sem skekktu jafnvel samkeppnisstöðu á milli atvinnugreina.
Kannski var það tilgangurinn?
Kveðið er á um skattlagningu ökutækja og eldsneytis í sjö mismunandi lagabálkum og flækjustigið er orðið of hátt.
Það fara mörg tré í að prenta það út. Ríkinu hefur alltaf verið í nöp við tré.
Ég held ekki niðri í mér andanum eftir umbótum. Ég býst heldur við að þeim takist einhvernvegin að gera þetta flóknara.
Næsta skref er svo að skattleggja reiðhjól.
Flækjustigið er orðið of hátt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.