30.5.2016 | 23:55
Ég get útskýrt, að hluta:
Þegar átti að fara að henda stjórninni út í ystu myrkur fyrir það sem hingað til hefur þótt smotterí (eins og td. grænu baunirnar hans Steingríma, eða rúmmetrinn af brennivíni sem Jón Baldvin fékk sér, eða brot Jóhönnu Sig á landslögum, eða ítrekaðar tilraunir Steingríms J. til að gefa útlendingum alla peninga landsmanna langt fram í tímann osfrv.) þá rann upp fyrir fólki (mörgum, amk.) að núverandi stjórnvöld eru þó talsvert skárri en þau sem voru á undan, og þau sem buðust í staðinn. Sem hefðu verið sami hluturinn.
Og þetta skynja stjórnvöld.
g þau hegða sér í takt við það.
Svo... viltu breytingar? Bjóddu eitthvað betra. Eitthvað sem við *vitum* að er betra.
Við *vitum* ekkert um pírata. Við vitum um D, S, B og VG. Þeir hafa allir logið allskyns tjöru um sjálfa sig, en verk þeirra eru í fersku minni. Við höldum auðvitað að píratar ljúgi, alveg eins og hinir.
Þeir þurfa að gera eitthvað, sýna hvað þeir eru í alvöru.
Vegna þess að allt sem þingmenn segja er lygi.
Illskyljanlegt?
Pólitíkin vill ekkert læra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.