Eh... hvað með skattinn?

Skatturinn í USA virkar þannig, að hann lítur á þetta sem einhverskonar auðsöfnun af hálfu þeirra sem fengu þessa gjöf.

Og mun rukka skatt af þessu.  Og fara með það alla leið.

Vitiði hvernig skatturinn á Íslandi er?  Sami díll: enginn afsláttur, engin misskun.  Ef þetta fólk getur ekki borgað, þá: fangelsi.

Gjöf sem heldur áfram að gefa, þetta.


mbl.is Oliver sló gjafamet Opruh
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Líklega telst þetta afskrift, enda fengust lánin á því verði.

Þannig að þau ættu að sleppa.

Kalli (IP-tala skráð) 6.6.2016 kl. 18:44

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Samkvæmt mínum heimildum er þetta "enrichment." ... vegna þess að skatturinn. (“cancellation of indebtedness income.”) Og það er skattleggjanlegt.  Og skattaskuld er ekekrt venjuleg skuld.

En þetta er eitthvað flókið shit, eins og alltaf.

Hérna: http://www.forbes.com/sites/anthonynitti/2016/06/06/john-oliver-buys-and-forgives-15-million-in-medical-debt-but-is-the-forgiveness-taxable/#3aefb2a029a6

Ásgrímur Hartmannsson, 6.6.2016 kl. 20:58

3 identicon

Þú færð reyndar afslátt. Ef við göngum út frá því að þetta er flest lágtekju fólk þá er það að greiða 10-15% skatta af þessari gjöf hans John sem þýðir að hann gaf þeim allavegana 85-90% afslátt af þessari skuld sinni.

Á vesturlöndum eru stórar gjafir yfirleitt skatskyldar sem tekjur. Það er ástæðan fyrir erfðaskatt til dæmis.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 6.6.2016 kl. 23:33

4 identicon

Enginn skattur, ef þú hefðir horft á myndbandið hefðir þú séð að hann notast við RIP Medical Dept https://www.ripmedicaldebt.org/ sem eru samtök sem sérhæfa sig í að sjá um að svona gjafir fari í gegn án þess að það komi skattur á þann sem fær gjöfina.

mbk

starri

Starri Hauksson (IP-tala skráð) 7.6.2016 kl. 23:23

5 identicon

Ennþá betra.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 8.6.2016 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband