Che Guevara

Che Guevara var fjöldamorðingi sem var uppi um miðja 20. öld.

Vitað er að hann myrti persónulega a.m.k. 10 manns, og lét taka af lífi fleiri en 50 í viðbót.

Hann flakkaði á milli landa og kom af stað, reyndi að koma af stað, tók þátt í og breiddi út byltingar og stríð, þar sem mörgþúsund manns týndu lífi.

Þetta gerði hann í því skyni að koma á harðstjórn sem bældi niður framtakssemi, dró úr framleiðni og orsakaði fátækt.  Þar sem þetta tókst hjá Che héldu morðin áfram, og dró ekkert úr í friði, nema síður sé.

Che Guevara er af mörgum talinn hetja, og prenta menn myndir af honum á boli og ganga stoltir um í þeim.

Svo eru sömu menn í sjokki vegna þess að einhver slæpingi keyrir yfir örfáar hræður á trukk.

Það er svona, menn verða að bera ábyrgð á dauða þúsunda og vera að reyna að koma á ógnarstjórn, annars verður fólk bara hrætt við þá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband