7.12.2016 | 19:18
Þetta er lengdarinnar pistill fullur af tilfinningum
TV: Margt sameiginlegt var með orsökum niðurstöðu Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Bretlandi og kjörs Donalds Trump sem forseta Bandaríkjanna. Á fundi stjórnmálaskýrenda í Háskóla Íslands kom fram að hvoru tveggja byggði mikið á tilfinningum en minna á grjóthörðum staðreyndum.
Gildir það ekki um flestar kosningar?
Eftir þann árangur sem kosningabarátta þeirra sem studdu útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, þvert á ráðleggingar sérfræðinga, og lýðskrumarans Donalds Trump í Bandaríkjunum náði hefur verið talað um svonefnd stjórnmál eftirsannleikans. Þeim er lýst sem stjórnmálamenningu þar sem höfðað er til tilfinninga og staðreyndir bíta ekkert á ítrekuðum ósönnum fullyrðingum.
Svona eins og venjuleg pólitik? Hver er munurinn? Einn af þessum hlutum er alveg eins og hinir, hver er hann?
Líkt og hjá kjósendum Trump hafi menntun verið helsti skýringarþátturinn í Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslunni. Fólk með lægri menntun hafi verið líklegra til þess að kjósa með Brexit. Eins hefðu þeir sem áttu undir högg að sækja efnahagslega frekar kosið með breytingum sem útgangan fæli í sér, þeir tekjulægri og þeir sem eldri eru.
Heimild?
Jóhanna lýsti orðræðu Brexit-sinna sem hafi verið öll á þá leið að allt væri að fara úr böndunum í Bretlandi og nauðsynlegt væri að snúa aftur til einfaldari tíma þegar landið var stolt og sjálfstæð þjóð. Innan ESB væri Bretland í raun ekki sjálfstætt þar sem það þyrfti að taka upp lög sambandsins og lúta niðurstöðum evrópskra dómstóla. Líkt og Trump hefðu talsmenn Brexit talað um gildi þess að gera viðskiptasamninga við önnur ríki.
Er þetta *ekki* mikilvægt? Þið segið fréttir...
Orðræðan í kringum þau mál hafi mikið byggst á tilfinningum og hræðslu, jafnvel svo mikið að íhaldsmenn sem studdu útgöngu hafi þótt hún óþægileg.
Hún var líka blásin upp í fjölmiðlum eins og hún skifti öllu.
Eins var málflutningur Brexit-sinna í kosningabaráttunni gagnrýndur þar sem hann var talinn misvísandi. Þannig benti Jóhanna á rútu sem ferjaði talsmenn útgöngu á milli staða en á hana var letruð fræg auglýsing þar sem fullyrt var að Bretar sendu daglega 350 milljónir punda úr landi til Evrópusambandsins. Það fé mætti frekar nota í heilbrigðiskerfið.
Inn í þá tölu hafi hins vegar ekki verið reiknað hvað Bretar fengu til baka í gegnum styrki og áætlanir ESB, sparnað við það að hafa aðganga að innri markaði sambandsins auk þess að óljóst væri hvort að þessi fjárhæð rynni í heilbrigðiskerfið jafnvel þó Bretar segðu skilið við sambandið.
Ég hef hitt og talað við breta um þetta. Fyrir brexit. Og þeir tjáðu mér að þeir borguðu meira en þeir fengju til baka, og það fór í taugarnar á þeim.
Reyndar fer þetta í taugarnar á hinum almenna þjóðverja líka...
Það er mikið af liði þarna úti sem er að tappa peningum af EU.
Í pallborðsumræðum eftir erindin sagðist Guðmundur Hálfdanarson, [...] ekki trúaður á að þessi svonefnda eftirsannleiksstjórnmálamenning hafi ráðið úrslitum. Innihaldslaus loforð séu ekki einkaeign Brexit og Trump.
Þess í stað sagði hann niðurstöðurnar vísbendingu um kreppu í kapítalísku kerfi. Komið væri að endalokum hins endalausa vaxtar.
1: Þetta kerfi er ekki eins kapitalískt og fólk heldur.
2: Endalok endalauss vaxtar hlýtur að þýða hungursneið, vegna þess að án vaxtar verður minna fyrir nýjar kynslóðir, nýtt fólk. Eða vitið hvernig þetta virkar? Malthus, þið vitið?
Guðmundur sagði að horfast þyrfti í augu við að ekki hafi verið hlustað á þetta fólk.
Það er verið að fussa og sveia á það núna. Sem þýðir: meira Trump, meira Brexit. Þar til það verður hlustað.
Ýmislegt í orðræðu Trump minnti á fasisma...
Nánast allt í íslenskri pólitík er nákvæmlega eins og fasismi. Við vinnum...?
...en Guðmundur sagðist þó ekki telja Trump sjálfan vera fasista enda væri erfitt að koma fingri á hvað hann væri í raun.
Hann er tækifærissinni. Ég sé hann ekki hafa plan. Mér sýnist hann ætla að gera þetta eftir hendinni. Sem gefur vissulega mikinn sveigjanleika.
Ég á frekar von á að bylgja gangi niður þegar ljóst verður að hæfileikalausir lýðskrumarar geta ekki staðið við loforðin, sagði hann.
Lát oss sjá... hér á landi hafa hæfileikalausir lýðsskrumarar vaðið uppi síðan 1944, og þaðan af fyrr. Og við höfum núna í þessum skrifuðum orðum slatta af þeim að reyna að hnoða saman stjórn.
Svo það gæti liði langur tími þar til þessi "bylgja" gengur niður.
Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, var aftur á móti þeirrar skoðunar að sigrar Brexit-sinna og Trump væru í raun engin raunveruleg breyting þegar litið væri til sögunnar.
Skoðun. Á hverju hún er byggð veit ég ekki.
Við vitum lítið hvað Trump gerir, en Brexit var spes. Það var óvænt beygja frá ákveðinni stefnu. Breytir öllum viðskiftatengzlum í landinu, og meira til.
Ný valdablokk væri ekki tekin við heldur hefði fylgissveifla í átt að gamalli blokk átt sér stað.
Ekki kannast ég við þá gömlu blokk. Hún hlýtur að vera falin bakvið lönguvitleysu eða eitthvað.
Rakti hún það til þess að traust til stjórnmálamanna og stofnana samfélagsins,[...]hefði fari þverrandi í vestrænum samfélögum.
Þau hafa bara ekkert verið traustins verð.
...þar á meðal fjölmiðla og gáfumanna,
Gáfumanna? Hverra? Spyr ég, núna forvitinn.
Inn í það tómarúm komi samfélagsmiðlar á harðahlaupum og bjóða upp á alls kyns túlkanir á sannleikanum.
Þessi lengdarinnar pistill er svo viss túlkun líka.
Hulda sagði að fólk væri þá komið í þá stöðu að það treysti stjórnmálamönnum og kerfinu lítið, það hefði ef til vill litla menntun og forsendur til gagnrýninnar greiningar, það væri óánægt og neikvætt. Því væri fólk tilbúið að trúa neikvæðum hlutum.
Það er líka reynzla. Ef kerfið gerir ekkert annað en að þvælast fyrir þér og rukka þig, vegna þess að af því bara, þá fer maður nú ansi fljótt að vantreysta því. Alveg sérstaklega þegar það klúðrar jafnvel einföldustu hlutum beint fyrir framan nefið á þér.
Ef staðreyndirnar eru ekki nógu öflugar gagnvart fólki munu tilfinningar, það sem fólk vill trúa, vinna, sagði hún.
Þess vegna eru VG með 14% fylgi. Svo mikið. Magnað alveg.
Allt væri stútfullt af röngum upplýsingum og engin leið væri fyrir fólk sem hefði takmarkaðan tíma, bjargir eða menntun að vinna úr þeim.
2 mínútur á google eru oftas merkilega áhrifaríkar.
Reyni einhver að sannfæra það fólk með staðreyndum sýni reynslan að herði það enn frekar í skoðunum sínum.
Hef reynt, oft í viku stundum.
Það er til fólk sem trúir því að það séu lágmarkslaun í Danmörku.
Tilfinningar fram yfir staðreyndir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.