3.1.2017 | 22:32
Sykur-nazistarnir verða háværari með hverjum deginum
Fólk á aldrinum 50 til 70 ára heldur áfram að þyngjast.
Fólk á auðveldara með að bæta á sig með aldrinum.
Frá árunum 1967 - 2012 hefur meðallíkamsþyngdarstuðull hækkað stöðugt, einkum eftir árið 1980 en meira hjá körlum en konum.
Reykingar héldu niðri þyngdinni framanaf. Þær stuðluðu að verri upptöku næringarefna. Á móti hreyfir fólk sig minna en áður.
Innivinna veldur því, og tölvuspil.
Sykursýki af tegund 2 eykst í hlutfalli við vaxandi ofþyngd ... meðallíkamsþyngdarstuðull hækkað stöðugt, einkum eftir árið 1980 en meira hjá körlum en konum...
Þetta leiðir af sér:
Tíðni sykursýki er tvöfalt algengari hjá körlum en konum.
Fullkomlega rökrétt.
Hins vegar virðist fólk hreyfa sig meira síðustu ár en það dugar ekki til því fólk neytir fleiri hitaeininga en það brennir.
Kannski skilur hann ekki tölfræði.
Sumt fólk hreyfir sig meira. Og þar sem það er utandyra ber meira á því. Fleiri hreyfa sig minna, og stunda sitt hreyfongaleysi þar sem enginn sér til.
"Virðist" er ekki nóg, og ekki vísindalegt.
Í því samhengi bendir hann á að það þurfti til dæmis að hlaupa býsna marga kílómetra til að brenna nokkrum hitaeiningum eða nákvæmlega 10 km fyrir tvo kleinuhringi.
Eða bara hanga úti í frostinu. Frost léttir þig ansi fljótt.
Hann sýni svart á hvítu að bæði íslenskir karlar og konur eru í yfirþyngd og að meðaltali er þjóðin komin yfir kjörþyngdarmörk.
Sem er sérstakt með hliðsjón af því hversu dýr matur er.
Meðalþyngd karla fór úr 78,6 kg í 92,8 kg og meðalþyngd kvenna fór úr 65,3 kg í 75,4 kg.
Vá, ég á langt í land með að ná því. Á hinn bóginn hef ég ekkert efni á að borða svona mikið, og ég fæ allskyns verki ef ég hreyfi mig ekki.
Það er ströggl að vera eins og hinir!
Spurður út í hvað hann telji að valdi því að þjóðin haldi áfram að þyngjast bendir hann helst á sykurinn. Mér finnst rosalegt að fólk skuli drekka sykrað gos. Þetta er bara fljótandi sykur, segir Thor.
Fljótandi sykur er ljúffengur eftir mat. Mæli með honum. Eða bjór. Bjór er reyndar talsvert ódýrari drykkur í framleiðzlu, en við hér á skerinu erum með bjagað verðskyn vegna skattkerfisins, og vitum ekki af því.
Það er svosem auka-atriði.
Hann vill að sykurskattur verði tekinn upp
Vegna þess að hann er Nazisti.
... og vísar til þess að rannsóknir sýni að hærri skattur dregur úr neyslu á sælgæti og gosi.
Merkilegt finnst ykkur þá ekki að allt þetta fólk skuli ekki drekka vatn, sem fæst í ótakmörkuðu magni úr krananum fyrir slikk?
Hann segir þessar aðgerðir til eftirbreytni en ítrekar að mikilvægt sé að halda á lofti fræðslu.
Fræðzlu, eða áróðri?
Við þurfum ekki matarskatt frekar en auka gat á höfuðið. Það er bara enn einn matarskatturinn, settur á til þess að pína lágtekjufólk, og venja fólk við þrúgandi valdstjórnar-hugmyndir.
Rosalegt að fólk skuli drekka gos | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Þú ert ruglaður...
Már Elíson, 4.1.2017 kl. 09:41
Ég sé hlutina eins og þeir eru.
Ásgrímur Hartmannsson, 7.1.2017 kl. 04:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.