Vekur spurningar (eins og stundum)

"baðverðinum hafði borist borist kvört­un frá ein­hverj­um sund­gesta."

Hver kvartaði?

Varla hefur það verið kvenmaður, vegna þess að sú dama hefði varla lifað af að fara gegnum búningsklefann.

Eða hvað?

Og hverskonar undarlegur karlmaður hefði kvartað undan einhverju svona?

Voru það fleiri en einn - það er ýjað að því (en ekki sagt berum orðum.)

Spurning líka hvort fólk hefði verið sátt ef daman hefði verið ber að neðan í staðinn?

Nei, ég veit ekki hvað vakir fyrir fólki almennt.


mbl.is Berbrjósta vísað upp úr sundlaug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Forsvarmenn laugarinnar, hvað þá baðvörður hafa burði til að gefa komment um þessa uppákomu - sem er aðallega samskiptalegs eðlis - enda ekki þjálfaðir í sliku. Þetta er skólabókardæmi um það sem gerist þegar eitthvað óvænt gerist. Einhver kemur stórhneykslaður til baðvarðar, sem verður ósjálfrátt hneykslaður eða óttasleginn, kann ekki að róa þann hneykslaða, rýkur út og restin er okkur kunn. Kannski var aðdragandinn öðruvísi en þetta er mín tilgáta. Það sem ég held að gerist á næstu dögum er að stjórnendur laugarinnar munu semja fréttatilkynningu um að þetta hafi verið ögn fljótfærnislegir tilburðir. Og sú berbrjósa beðin afsökunar og boðin velkomin aftur. 

jon (IP-tala skráð) 15.1.2017 kl. 20:35

2 identicon

"Og sú berbrjósta beðin afsökunar og boðin velkomin aftur. "

Einhvern veginn finnst mér það vera ólíklegt, Jón. Tepruskapur opinberra starfsmanna á Íslandi er allt of mikill til þess að það gerist.

Pétur D. (IP-tala skráð) 15.1.2017 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband