21.1.2017 | 02:15
Bara frasar og ofsóknarkenningar
Ögmundur Jónasson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, gagnrýnir harðlega að viðræður um alþjóðlega viðskiptasamninga skuli fara fram bak við lukt tjöld...
Eins og venjulega?
Ég man ekki til þess nokkurntíma að slíkt hafi farið fram opinberlega. Í bókstaflegum skilningi þessa orðs.
Getur einhver neft tilfelli?
Ögmundur er farinn af þingi,
Gott að losna við hann þaðan, þó ef vit væri í okkur kjósendum hefði hann verið farinn þaðan áður en ég fékk kosningarétt.
Hann segist vilja vekja fólk til vitundar um hitamál og í þeim efnum horfi hann út á hinn pólitíska akur, ekki bara á þingið og einstaka flokka þar og bætir við: Við þurfum öll að að vakna!
Aftur, ef íslendingar væru almennt vakandi væru menn eins og hann ekki á þingi.
Ögmundur hélt fyrir viku fund í Iðnó um alþjóðlegu viðskiptasamningana. Þeir skipta okkur grundvallarmáli og geta bundið hendur okkar langt inn í framtíðina ef við gætum ekki að.
Það er eiginlega tilgangurinn...
Þess vegna hafa aðstandendur samninganna sem ganga undir skammstöfunum sem fæstir kunna skil á, GATS, TISA; TTIP og svo framvegis, reynt að halda viðræðum um þá á bak við lukt tjöld.
En svo er um meira. Ekki ástæða til að máta álpappahatta.
En um leið og upplýst er hvað þar fer fram gjósa upp gríðarleg mótmæli.
Ekki alltaf. En svo: fólk mótmælti nú símanum á sínum tíma.
Grundvallaratriði er að sem flestir hafi skilning á þessum málum.
Skilur hann af hverju alþjóðlegir samningar eru gerðir?
Hvað með "alþjóðalög?" Veit hann tilganginn með þeim? Þau eru af sama meiði, hafa sama tilgang.
Þótt andmælendur viðskiptasamninganna séu flestir á vinstri væng stjórnmálanna
Þeir hafa eitthvað á móti viðskiftum. Gaman hefði verið að hafa þá á steinöld, held ég.
þá er ég þeirrar skoðunar að í afstöðu til þeirra eigi ekki að liggja landamærin á milli markaðssinna og samvinnumanna; með öðrum orðum, á milli hægri og vinstri.
Landamærin liggja augljóslega milli þeirra sem framleiða meira en þeir þurfa, og vilja losna við umframmagnið og fá eitthvað í staðinn (Ný-hægri-ný-öfgamenn, eins og þeir eru víst kallaðir núna) og þeir sem vilja ekki sjá A: framleiðzlu, og B: viðskifti. Semsagt: leftistar.
Menn geta verið markaðssinnaðir hægri menn án þess að vilja draga taum stórfyrirtækja og greiða götu heimsauðvaldsins að innviðum samfélaganna.
Heimsauðvaldið?
Álpappahatturinn fer engum vel.
Staðreyndin er sú að stórfyrirtæki sem mörg starfa á heimsvísu vilja ná tökum á auðlindum og grunnþjónustu innviðunum sem títt er talað um þessa dagana.
Maður spyr sig hort það er verra en ef ríkið ræður yfir þeim. En hey: venjulega vinna stórfyrirtæki og ríki saman við svoleiðis hluti.
Googlið: Svíþjóð. Eða: Bretland. Eða: USA. Eða bara eitthvað land af handahófi. Ísland.
Þetta snýst nefnilega um það hvar valdið eigi að liggja, hjá okkur, fólkinu, samfélaginu eða fjármagninu.
Á Íslandi liggur valdið ekki hjá fólkinu, heldur Ríkinu. (Þess vegna er svo mikið af fjármagninu í Panama....)
Ég hefði haldið að markaðssinnuðum hægri mönnum væri lítið um þessa þróun á sviði viðskiptasamninga gefið ef þeir á annað borð leggja upp úr því að lýðræði sé í hávegum haft.
Teljum orðin sem hann skilur ekki:
1: Markaðssinni
2: viðskiftasamningur
3: lýðræði.
Sennilega líka "þróun," "hávegum" og "borð."
Það breytir því ekki að átökin um þessa samninga eru pólitísk í eðli sínu og í þeirri pólitík kemur hægri og vinstri svo sannarlega við sögu.
Peningar eða völd. En ég held líka að Ömmi skilji ekki orðið "eða."
Ég hef litla trú á honum. Hann talar of mikið í frösum.
En fyrst svo er, þá er eðlilegt að spyrja hvort ekki þurfi að ræða þá pólitík.
Það er kallað "að gera samning."
Varla viljum við innleiða pólitíska stefnu án þess að hún sé rædd!
Er hann ekki kommúnisti?
En sá hefur einmitt verið vandinn að ríkin sem standa að þessum samningum hafa reynt að fara leynt með þá og aðeins látið eitthvað uppskátt að þeim hafi nánast verið þröngvað til þess.
Nefndu dæmi þess að meiriháttar viðskiftasamningar (eða minniháttar) séu ekki opinber plögg.
Bara eitt.
Annars virðist nú hafa skapast ákveðið svigrúm til að staldra við þótt ég óttist að það verði ekki lengi. Þetta er vegna útspils Donalds Trumps, verðandi Bandaríkjaforseta sem búinn er að setja samninga Bandaríkjamanna, yfir Atlantshafið TTIPS annars vegar og TPP yfir Kyrrahafið, á ís.
Uhm... hvað kemur það málinu við?
Að sögn Ögmundar værum við Íslendingar ekki lausir þótt við segðum okkur frá TISA
Víst. Við erum varla aðilar að samning sem við erum ekki aðilar að.
sem við móralskt ættum þó að gera
Móralskt?
Vá.
Hefur fólk alltaf tekið mark á þessum gæja? Hann er fullur af heitu lofti aðallega.
Það væri ágætt ef hann myndi rökstyðja þó ekki væri nema eitt atriði þarna, eða kafa aðeins dýpra í einhvern af þessum samningum sem eru svo leynilegur að við vitum ekkert um hann.
Hann gæti til dæmis sagt okkur frá hvernig á stóð að sá samningur var gerður, um hvað hann var, hvaða áhrif hann hefur haft síðan hann var staðfestur og hvort hann er enn í gildi.
Svona sem dæmi.
Einhver?
Eða hann gæti útskýrt í stuttu máli (hann má teikna skematíska mynd ef hann vill) sem útskýrir hvernig TISA er siðferðislega vafasamur samningur.
Kannski eru ber brjóst í honum. Hver veit?
Við þurfum öll að vakna! | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.