1.2.2017 | 21:51
Veit hann ekki hvers vegna svört atvinnustarfsemi er til?
Mér sýnist ekki.
Þetta yrði engin gerbreyting frá því sem nú er. Langflest af því sem við gerum er skráð, segir Benedikt
Af hverju ætti *allt* sem við gerum að vera skráð?
og vísar þar til að mynda til bifreiðakaupa og fasteignakaupa
Vegna þess að ríkið heimtar gjöld af þessu.
Rifjar hann upp að einhvern tímann hafi verið rætt um að Ísland yrði orðið seðlalaust þjóðfélag innan ekki svo langs tíma.
Það mun hafa algerlega fyrirsjáanlegar afleiðingar.
1: þeir sem vilja verzla með reiðufé verða að nota gjaldeyri annarra landa.
2: glæpastarfsemi mun vaxa fiskur um hrygg vegna þess að skyndilega fær hún peningavöldin líka. Sjá atriði 1.
Og margt fleira. Aðallega skaðlegt fyrir bæði ríki og þegna. Voða gott fyrir bankana.
... þessi skattaundanskot eru mein sem við verðum að uppræta. Það eiga allir að fylgja sömu lögum og reglum.
Gerðu lögin einfaldari og þessleg að hægt sé að fara eftir þeim (sem er stórt vandamál í ferðaþjónsutunni, til dæmis - þar sem það getur í sumum deildum verið ómögulegt af gera neitt löglega), og skattana þesslega að fyrirtæki geti grætt eitthvað.
Þá lagast þetta mein af sjálfu sér.
Annars er bara verið að auka á vandann og breiða hann út og búa til vandamál fyrir fólk sem áður kom ekkert af þessu við.
Mein sem verður að uppræta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 21:53 | Facebook
Athugasemdir
Hann virðist líka líta algjörlega framhjá því að þeir sem hafa með höndum rafræna greiðslumiðlun eru í raun stærstu skipulögðu glæpasamtökin sem Íslendingum stendur ógn af þ.e. fjármálafyrirtækin. Það er því engin lausn á þeim vanda að smala öllum á þann bás heldur væri það þvert í móti til þess fallið að ýta undir og stuðla að skipulagðri glæpastarfsemi.
Guðmundur Ásgeirsson, 1.2.2017 kl. 23:29
Sæll Ásgrímur - sem og aðrir gestir, þínir !
Ásgrímur !
Vönduð samantekt: af þinni hálfu.
Það er sama - hvar borið er niður, þar sem Engeyingarnir eru annarrs vegar / eða, ........... hví ætti Benedikt Jóhannessyni allt í einu, að vera orðið annt um hrein borð, í mannlífinu ?
Hræsninni: ofurseldur.
Guðmundur fornvinur !
Þakkarvert einnig: þitt góða innlegg hér: hjá Ásgrími.
Með beztu kveðjum: sem oftar - af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.2.2017 kl. 00:07
Engin lausn? Þetta býr til alveg nýja vídd í svarta atvinnustarfsemi!
Sem mig fer að gruna að sé til lengdar lítur jæakvætt, vegna þess að þá verður hægt að segja sig úr landslögum án þess að flytja.
Ásgrímur Hartmannsson, 2.2.2017 kl. 12:30
Þið eigið að búa til bitaur fyrir okkur.
Mér skilst að það sé fullt af staðbundnum peningum, peningabókhaldi, í hinum ýmsu borgum og héruðum veraldarinnar.
Leita upplýsinga.
Aurinn á að vera nothæfur til að hafa í öllum viðskiptum.
Bitaurinn verður rafrænn.
Við þurfum líka að geta bjargað okkur á staðbundnum tölvukerfum.
Einnig þarf að hugsa fyrir pening, peningabókhaldi, þótt tölvukerfið liggi niðri.
Reyna að hugsa upp hvaða eiginleika bitaurinn þarf að hafa.
Reyna að hugsa upp hvaða eiginleika ekkibitaurinn þarf að hafa, Ekkibitaur notast þegar tölvukerfi af einhverjum ástæðum er ónothæft.
Skoða þetta vel,samvinnu bitaur og samvinnu aur.
Hugsa, nota skaparann í okkur.
Setja nústaðreyndatrúarmanninn í okkur í biðstöðu á meðan.
Slóðir ef til vill seinna.
Egilsstaðir,02.02.2017 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 2.2.2017 kl. 17:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.