Fara menn að lögum, eða fara menn að lögum?

Dómarinn vill fara að lögum eins og þau voru sett upprunalega - stjórnarskrá.

Trump vill fara að lögum byggðum á fordæmum, sem eru svo þvert á upprunalegu lögun.  (Fordæmið á sér langa sögu, og hefur fengið að þróast, stjórn eftir stjórn.)  Þau lög eru að auki nýrri.

Hvor hefur rétt fyrir sér?

Báðir.  Svo þetta þarf fyrir hæstarétt.


mbl.is „Svokallaður“ dómari með fáránlega skoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ásgrímur,

Lögin, sem heimila forseta að banna útlendingum að kona til Bandaríkjanna er hluti af nokkuð viðamiklum lagabálki frá 1953 ef ég man rétt.  Þá var kalda stríðið í algleymingi og þetta vald forsetans þótti nauðsynlegt til að geta stoppað njósnara með einfaldari forsetatilskipun. Ég veit ekki hvort þetta var notað þá, en eina skiptið sem ég veit að þetta var notað var í stjórnartíð Obama gegn Íran ef ég man rétt vegna tímabundinnar hryðjuverkaógnar.  Það vann gilti í nokkrar vikur.

Dómarinn sem ógilti skipun Trumps var skipaður í embætti af George W. Bush.  Í staðinn fyrir að taka ákvörðun dómarans eins og maður, hvað þá forseti, þá velur Trump auðvitað að láta eins og smákrakki, sem missti sleikjóinn sinn og ráðast á dómarann opinberlega!  Sem er bara ekki kúl!  En þetta fer fyrir Hæstarétt hvernig sem allt veltur, því Washington fylki mun fylgja þessu máli eftir alla leið.  

Kveðja,

Arnor Baldvinsson (IP-tala skráð) 4.2.2017 kl. 17:54

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Kannski ekki kúl, en mjög fyndið.

Þeir þurfa að ráða frammúr þessu.  Persónulega myndi ég mæla með að fara eftir stjórnarskrá.  Þrifalegast.

Fólk verður bara að taka því sem er í stjórnarskrám. 

Ásgrímur Hartmannsson, 6.2.2017 kl. 18:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband