23.3.2017 | 23:35
Svo margt rangt...
Og ekki bara málfarið. Það er efni í lærða ritgerð.
"Stærð dýra gæti farið að minnka vegna hlýnunar jarðar að mati vísindamanna. Sú ályktun er dregin af rannsóknum sem sýna að stærð spendýra hafi dregist saman þegar hliðstæðar loftlagsbreytingar áttu sér stað fyrir rúmlega 50 milljón árum síðan."
Hmm... lítum á jörðina nú. Stærstu dýrin er vissulega að finna í frosthörkum Afríku. Gírafar og Fílar og slíkt. Hér á funheita fráni eru bara lítil dýr eins og refir.
"Fjallað er um uppgötvunina á fréttavef breska dagblaðsins Daily Telegraph en þar segir að steingervingafræðingar hafi við rannsóknina fundið steingerða tönn forföður nútímahesta sem og steingert spendýr á stærð við kanínu með hófa."
Dettur þeim ekki í hug að aðrar ástæður valdi?
"Hugsanlegt er talið að stærð dýra hafi minnkað vegna þess að aðgangur að næringu hafi dregist saman vegna hlýnandi veðurfars."
Hvarf allur sandurinn sem þessi dýr borðuðu undir mold og gróður?
Minni dýr vegna hlýnunar jarðar? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.