31.3.2017 | 18:14
Allt mjög áhugavert
"Með því að hækka flestar tegundir ferðaþjónustu í efra þrep virðisaukaskattskerfisins þann 1. júlí 2018 verður til svigrúm til að lækka þetta almenna þrep úr 24% niður í 22,5% 1. janúar 2019."
Gefið að ferðaþjónustan gefi allt upp. Sennliega dregur úr því frekar en hitt.
En Ríkið hefur ekki átt það til að vera jafn kaldhæðið og ég.
"Áætlað er að vísitala neysluverðs lækki um 0,4% vegna þessa."
Það er nú ekki mikið. En eitthvað. Gefið að kaupmenn hækki ekki bara verð í samræmi - en þá er náttúrlega Costco.
Samkeppni heldur verðinu niðri.
"Samtímis verður litið til þess að lækka tryggingagjald eftir því sem svigrúm verður til, að því er segir í tilkynningunni."
Kannski, semsagt.
"Kolefnisgjald verður tvöfaldað samkvæmt fjármálaáætluninni. Þá verður vörugjald sett á bílaleigubíla og lækkun á bankaskatti."
Þeir ætla ekki að gera okkur þann greiða að fjarlægja það mikla böl?
Þetta er skattur sem leggst mest á þá sem minnst hafa.
VSK lækkaður úr 24% niður í 22,5% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.