20.4.2017 | 01:12
Það er ekki heil brú í þessu
"Hulda segir rannsóknir sýna aukið vantraust til stofnana á Íslandi eftir hrun en það eigi hins vegar ekki við um félagstraust. Það er hversu mikið traust berðu til náungans? Þar eru Norðurlandaþjóðirnar ofarlega á blaði og þrátt fyrir að Íslendingar hafi misst trú á stofnunum er trúin á náungann enn til staðar, segir Hulda."
"Aldrei hafa jafnfáir stutt skattalækkanir á kostnað almannaþjónustu og nú samkvæmt kosningarannsókn sem var gerð á vegum Háskóla Íslands í fyrra."
Mér sýnist menn enn hafa mikla trú á stofnunum. Rannsóknir sýna að íslendingar treysta ekki stofnunum, en vilja samt enn láta arðræna sig til þess að dæla peningum í þær.
Spes. Kannski er fólk bara svona vitlaust.
"Reynslan sýni að Íslendingar hafi dansað rétt til hægri en langflestir séu á miðjunni og svo dreifist þýðið nánast samkvæmt normalkúrfu til hægri og vinstri."
Samt eru *allir* stjórnmálaflokkar frá rétt vinstri við miðju til hreins kommúnisma.
Það er ekki skrítið að ungdómurinn nenni þessu ekki.
"Eins vilja Íslendingar almennt ekki lækka skatta á kostnað þjónustu hins opinbera og hafa í raun aldrei jafnfáir stutt lækkun skatta út frá þessum forsendum og nú."
Verst að skatturinn fer minnst í þessa þjónustu. ~25% fer í núning, af því sem þá er eftir fara lágmark 10% í afborganir af lánum, svo er þriðjungi sóað* og afgangurinn notaður í að greiða þessa þjónustu tvöfalt, án þess að borga mannsæmandi laun.
*Þú borgar 15.000 kr á ári fyrir mjólk, hvort sem þú kaupir hana inn eða ekki.
Ekki vilji fyrir skattalækkunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.