Það er kreppa ennþá

"Verðbólguþróun hér á landi ræðst eft­ir hús­næðis­verði"

Á mannamáli: hækkun húsnæðisverðs veldur verðbólgu.

"...ef ekki væri fyr­ir hækk­an­ir á þeim markaði hefði orðið verðhjöðnun hér á landi á síðasta ári."

Semsagt: kreppa.

Verðhjöðnun er normal-ástad í kreppu við eðlilegar aðstæður.  Það er alveg jákvætt að hér skuli þó vera nógu eðlilegar aðstæður til að við getum haft verðhjöðnun.

Svo heppin erum við ekki alltaf.

"... síðastliðna tólf mánuði hef­ur vísi­tala neyslu­verðs hækkað um 1,7% en vísi­tal­an án hús­næðis hef­ur lækkað um 2,6%."

Vá...

"Erna seg­ir að grein­ing­ar­deild­in spái því að hús­næðisliður­inn muni að öll­um lík­ind­um halda áfram að hækka næstu miss­eri."

Ég velti fyrir mér: hvernig hefur fólk efni á þessu?  Ég átti ´rett svo efni á smá kofa fyrir *minna en* 20 milljónir, og eitthvað lið í KV virðist vel hafa efni á kústaskápum fyrir aldrei minna en 30 milljónir.

Ég veit ekki hvernig.

Það er eitthvað loðið við þetta.

2007 aftur.  Sama mál.  Húsnæðið orðið fokdýrt og ég skildi ekkert hvernig fólk átti fyrir þessu.  Hvað gerist ef það verður smá niðusveifla?  Einhver getur ekki borgað?

Man enginn eftir Freedy Mac & Fanny Mae?

"Hún seg­ir stöðuna á hús­næðismarkaði áhyggju­efni."

No shit!?!

Gleðilegt hrun, býst ég við.


mbl.is Húsnæðisverð drífur áfram verðbólgu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband