Hann má það

"Musk hef­ur ein­sett sér að nota hreinni orku­gjafa í sinni fram­leiðslu og draga úr brennslu jarðefna­eldsneyt­is. Tesla nýt­ir hvorki gas né dísel sem orku­gjafa en not­ar meðal ann­ars sól­ar­sell­ur."

Og hvernig fer hann að því að framleiða þessar blessuðu sellur án þess að búa til alveg mega-mengun?

Það væri alveg fræðandi og skemmtilegt að sjá það. 

"Par­ís­arsátt­mál­inn miðar að því að tak­marka lofts­lags­breyt­ing­ar með því að draga úr brennslu jarðefna­eldsneyt­is."

Á yfirborðinu, já.  Í raun kemur þetta illa niður á smærri fyrirtækjum, og þar fyrir neðan, venjulegu fólki.

Fátt hefur komið sér jafn illa fyrir byrjandi iðnað í Afríku en allt þetta loftslags-dót.

Viljandi gert eða bara vanhugsað?

"Fjöl­mörg stór fyr­ir­tæki í Banda­ríkj­un­um á borð við Google, Apple, Face­book og Walmart hafa heitið því að draga úr út­blæstri kol­efn­is og skilja eft­ir sig minn vist­spor."

Þau hafa líka efni á svoleiðis útgjöldum.  (Það að minni fyrirtæki hafa það ekki er svo bara bónus.  Monopolý... gott fyrir þá, ekki okkur.)


mbl.is Hættir ef Parísarsáttmálinn er ekki virtur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband