Skoðum þetta nánar

Jöfn staða og jafn rétt­ur kvenna og karla (jafn­launa­vott­un). Stjórn­ar­frum­varp. Samþykkt með 49 at­kvæðum gegn átta.

Jibbý.  Hvað kostar það okkur aukalega?

Jarðgöng und­ir Vaðlaheiði (viðbótar­fjármögn­un). Stjórn­ar­frum­varp. Samþykkt með 49 at­kvæðum gegn níu.

Nokkuð dýr göng, þetta.  En auðvitað... ríkis.

Fyr­ir­tækja­skrá (auk­inn aðgang­ur að fyr­ir­tækja­skrá). [...] Samþykkt með 62 at­kvæðum. Málið snýst um að ekki skuli taka gjald fyr­ir ra­f­ræna upp­flett­ingu í fyr­ir­tækja­skrá.

Ja, það er þó eitthvað til bóta.

Áhafn­ir ís­lenskra fiski­skipa, varðskipa, skemmti­báta og annarra skipa (kröf­ur til mönn­un­ar o.fl.). [...] Samþykkt með 60 at­kvæðum gegn tveim­ur. Málið snýst m.a. um breyt­ingu á kröf­um sem gerðar eru til mönn­un­ar lóðs- og drátt­ar­skipa og vinnu­skipa sjókvía­eld­is­stöðva.

Djöfullinn er í smáatriðunum.  Þau þekki ég ekki.

Útlend­ing­ar (skipt­inem­ar í fram­halds­skól­um). [...] Samþykkt með 63 at­kvæðum. Málið snýst um heim­ild til að veita er­lend­um skipt­inem­um dval­ar­leyfi ef þeir koma til lands­ins á veg­um viður­kenndra skipt­inem­a­sam­taka.

Höfum við ekki geta haft skiftinema hingað til?  Þið segið fréttir.  Annað minnir mig. 

Stuðning­ur til kaupa á fyrstu íbúð o.fl. [...] Samþykkt með 42 at­kvæðum en 21 greiddi ekki at­kvæði. Málið snýst um að auka svig­rúm fólks til þess að nýta sér­eigna­líf­eyr­is­sparnað til þess að kaupa sína fyrstu íbúð.

Það er ekkert verið að ráðast að rót vandans hérna.

Dóm­stól­ar og breyt­inga­lög nr. 49/​2016 (fjöldi hæsta­rétt­ar­dóm­ara, meðferð ólok­inna saka­mála). Stjórn­ar­frum­varp. Samþykkt með 62 at­kvæðum. Málið snýst um að „ekki verði skipað í embætti hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem losna fyrr en þess ger­ist þörf til að fjöldi hæsta­rétt­ar­dóm­ara verði sjö.“

Til að spara?  Kannski.

Tekju­stofn­ar sveit­ar­fé­laga (sér­stakt fram­lag úr Jöfn­un­ar­sjóði). Stjórn­ar­frum­varp. Samþykkt með 50 at­kvæðum. [...] Málið snýst um aðgerðir til þess að „vega á móti áhrif­um ráðstöf­un­ar sér­eign­ar­sparnaðs til greiðslu hús­næðislána og hús­næðis­sparnaðar á út­svar­s­tekj­ur sveit­ar­fé­lag­anna.“

Ha?  Útskýringin lætur þetta hljóma eins og það skaðlegasta á listanum til þessa.

Holl­ustu­hætt­ir og meng­un­ar­varn­ir (EES-regl­ur, los­un frá iðnaði og skrán­ing­ar­skylda). Stjórn­ar­frum­varp. Samþykkt með 63 at­kvæðum. Málið snýst aðallega um inn­leiðingu á EES-til­skip­un um los­un í iðnaði.

No comment.

Meðhöndl­un úr­gangs og ráðstaf­an­ir gegn um­hverf­is­meng­un af völd­um einnota umbúða fyr­ir drykkjar­vör­ur (EES-regl­ur o.fl.). Stjórn­ar­frum­varp. Samþykkt með 63 at­kvæðum. Málið snýst um að tryggja að lög um meðhöndl­un úr­gangs sam­rým­ist þeim skuld­bind­ing­um sem Ísland hef­ur und­ir­geng­ist með EES-samn­ingn­um.

Hvað þá?  Stendur til að setja upp nokkur skilti með áletruninni: "Ekki henda rusli á jörðina?"  

Viðbót­ar­eft­ir­lit með fjár­mála­sam­steyp­um. [...] Samþykkt með 49 at­kvæðum [...] Málið snýst um viðbót­ar­eft­ir­lit með fjár­mála­sam­steyp­um í ljósi EES-til­skip­un­ar.

Pass.

Vá­trygg­inga­sam­stæður. Stjórn­ar­frum­varp. Samþykkt með 52 at­kvæðum gegn ell­efu. Málið snýst um að sett verði lög um vá­trygg­inga­sam­stæður í ljósi EES-til­skip­un­ar.

EES aftur.

Skatt­ar, toll­ar og gjöld (sam­skött­un fé­laga, tak­mörk­un á frá­drætti vaxta­gjalda, leigu­tekj­ur o.fl.). Stjórn­ar­frum­varp. Samþykkt með 35 at­kvæðum gegn tíu. 18 greiddu ekki at­kvæði. Málið snýst um ýms­ar breyt­ing­ar á lög­um um skatta, tolla og gjöld.

Hér þarf að fara út í smáatriði.

Skort­sala og skulda­trygg­ing­ar (EES-regl­ur). [...] Samþykkt með 63 at­kvæðum. Málið snýst um „að auka gagn­sæi í skort­stöðum vissra fjár­mála­gern­inga og draga úr upp­gjörsáhættu vegna óvar­inn­ar skort­sölu og lík­um á óstöðug­leika á markaði með rík­is­skuld­ir vegna óvar­inna skulda­trygg­inga.“

Það þýðir, á íslensku?

Um­gengni um nytja­stofna sjáv­ar o.fl. (öfl­un sjáv­ar­gróðurs í at­vinnu­skyni). [...] Samþykkt með 53 at­kvæðum gegn níu. Málið snýst um að „rann­sókn­ir á sjáv­ar­gróðri verði efld­ar sam­tím­is því að öfl­un á þangi og þara verði felld und­ir ákvæði laga á sviði fisk­veiðistjórn­ar.“

Það verður praktískara, held ég, að fara á svig við þær reglur.

Um­gengni um nytja­stofna sjáv­ar og Fiski­stofa (eft­ir­lit með vigt­un­ar­leyf­is­höf­um). [...] Samþykkt með 62 at­kvæðum. Málið snýst um að auka við eft­ir­lits­heim­ild­ir Fiski­stofu hjá vigt­un­ar­leyf­is­höf­um.

Þarf að spyrja vinnufélagana.

Fram­kvæmda­sjóður ferðamannastaða (hlut­verk, fram­lag rík­is­sjóðs o.fl.). [...] Samþykkt með 63 at­kvæðum. Málið snýst um að fram­kvæmd­ir rík­isaðila á ferðamanna­stöðum í eigu rík­is­ins falli al­mennt utan gild­is­sviðs laga um Fram­kvæmda­sjóð ferðamannastað.

"...fram­kvæmd­ir rík­isaðila á ferðamanna­stöðum í eigu rík­is­ins..."

Lesið þetta upphátt, og hugsið aðeins um þetta.

Fattiði?

Láns­hæf­is­mats­fyr­ir­tæki (EES-regl­ur). [...] Samþykkt með 47 at­kvæðum en 16 greiddu ekki at­kvæði. Málið snýst um að „bæta gæði láns­hæf­is­mats og draga þannig úr kerf­isáhættu og stuðla að fjár­mála­stöðug­leika.“

Til bóta, eða er vandinn kannski frekar (eins og oftast) að menn eru bara ekkert að fara eftir þeim reglum sem eru fyrir?

Land­helgi, efna­hagslög­saga og land­grunn (grunn­línupunkt­ar og aðlægt belti). Stjórn­ar­frum­varp. Samþykkt með 63 at­kvæðum. Málið snýst um að Ísland taki sér svo­kallað aðlægt belti sem nem­ur 12 sjó­míl­um fyr­ir utan land­helg­ina sem þýðir að ís­lenska ríkið get­ur sinnt rík­ara eft­ir­liti þar en ella.

Hvenær leggjum við í 300 mílurnar?

Vega­bréf (samn­ing­ar um fram­leiðslu vega­bréfa). [...] Samþykkt með 54 at­kvæðum en átta greiddu ekki at­kvæði. Málið snýst um að heim­ila Þjóðskrá Íslands að semja um vega­bréf og fram­leiðslu­kerfi til allt að tíu ára.

Bírókratískt smámál.

Stjórn fisk­veiða (brott­fall og fram­leng­ing bráðabirgðaákvæða). [...] Samþykkt með 61 at­kvæði en tveir greiddu ekki at­kvæði. Málið snýst um að heim­ild ráðherra til að ráðstafa ákveðnu afla­magni til áframeld­is í þorski verði fellt úr gildi.

Veit ekki meir.

Veit­ing rík­is­borg­ara­rétt­ar. [...] Samþykkt með 62 at­kvæðum en einn þingmaður sat hjá, Sig­ríður And­er­sen, dóms­málaráðherra og þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins. Málið snýst um að veita til­tekn­um fjölda um­sækj­enda ís­lensk­an rík­is­borg­ara­rétt.

Einhverjum ákveðnum, eða á bara almennt að vera numerus clausus á þessu?

Kjararáð (frest­un á fram­kvæmd laga­ákvæða). [...] Samþykkt með 63 at­kvæðum. Málið snýst um breyt­ing­ar á lög­um um kjararáð í kjöl­far álita­mála sem upp komu vegna lag­anna.

Það verða fleiri álitamál, bíðið bara.

Vext­ir og verðtrygg­ing o.fl. (lán tengd er­lend­um gjald­miðlum, EES-regl­ur). [...] Samþykkt með 32 at­kvæðum gegn 31. Málið snýst um „inn­leiðingu varúðarreglna vegna hættu sem fjár­mála­kerf­inu staf­ar af lán­um sem tengj­ast er­lend­um gjald­miðlum.“

Vegna þess að þeir sem stjórna fjármálakerfinu geta ekki hugsað.  Sem væri allt í lagi ef þeir færu okkur ekki að voða með hemsku sinni.

En laga lögin það eitthvað?

Land­mæl­ing­ar og grunn­korta­gerð (landupp­lýs­inga­grunn­ur og gjald­frelsi landupp­lýs­inga). [...] Samþykkt með 63 at­kvæðum. Málið snýst um breyt­ing­ar á lög­um um land­mæl­ing­ar og grunn­korta­gerð varðandi hlut­verk Land­mæl­inga Íslands við gerð, viðhald og miðlun sta­f­rænna þekja og landupp­lýs­inga­grunna.

Á íslensku?

Lofts­lags­mál (los­un loft­teg­unda, EES-regl­ur). [...] Samþykkt með 63 at­kvæðum. Málið snýst um vökt­un, skýrslu­gjöf og sann­próf­un á los­un kolt­ví­sýr­ings frá sjó­flutn­ing­um í sam­ræmi við EES-til­skip­un.

Þeir hafa erótískan áhuga á "losun koltvísýrings."  Þeir ætti að fara til sálfræðings út af þessu, eða dáleiðara.

Varn­ir gegn meng­un hafs og stranda og holl­ustu­hætt­ir og meng­un­ar­varn­ir (EES-regl­ur, refsi­á­kvæði). [...] Samþykkt með 63 at­kvæðum. Málið snýst um meng­un sem á upp­tök sín um borð í skip­um og inn­leiðingu viður­laga við brot­um í sam­ræmi við EES-til­skip­un.

Ég þori að veðja að þetta er eitthvað heimskulegt líka.

Um­ferðarlög (bíla­stæðagjöld). [...] Samþyktk með 53 at­kvæðum en tíu greiddu ekki at­kvæði. Málið snýst um heim­ild til „ráðherra og sveit­ar­stjórn­ir að setja regl­ur um og inn­heimta gjald fyr­ir notk­un stöðureita (bíla­stæða) og þjón­ustu sem henni teng­ist, svo sem viðveru bíla­stæðavarða og sal­ern­isaðstöðu.“

Þetta hefur alla burði til þess að verða skaðlegt.

Breyt­ing á ýms­um lög­um á sviði sam­gangna (inn­leiðing alþjóðlegra skuld­bind­inga, EES-regl­ur). [...] Samþykkt með 63 at­kvæðum. Málið snýst um inn­leiðing­ar reglna sem stafa af alþjóðleg­um skuld­bind­ing­um Íslands á sviði sam­gangna.

Þetta gæti þýtt hvað sem er.

Brott­fall laga um Líf­eyr­is­sjóð hjúkr­un­ar­fræðinga og niður­lagn­ing Eft­ir­launa­sjóðs starfs­manna Útvegs­banka Íslands. [...] Samþykkt með 62 at­kvæðum. Málið er liður í því að mynda einn vinnu­markað á Íslandi með sam­ræmd­um kjör­um.

... hljómar einhvernvegin ekki eins vel og ég held að þeir haldi að það hljómi.

Lána­sjóður ís­lenskra náms­manna (láns­hæfi aðfara­náms). [...] Samþykkt með 63 at­kvæðum. Málið snýst um að bregðast við ábend­ingu frá Rík­is­end­ur­skoðun um að lán­veit­ing­ar vegna aðfara­náms fari ekki aðeins í bága við lög um Lána­sjóð ís­lenskra náms­manna held­ur sé brot­in jafn­ræðis­regla gagn­vart þeim sem leggi stund á fram­halds­skóla­nám til stúd­ents­prófs.

Kemur mér ekki við.  Kom mér aldrei við.

Meðferð saka­mála (ra­f­ræn und­ir­rit­un sak­born­ings). [...] Samþykkt með 63 at­kvæðum. Málið snýst um að „auka skil­virkni við af­greiðslu smærri mála hjá lög­reglu með því að ein­falda fram­kvæmd og auka þannig af­köst og hraða við meðferð mála.“

Væri ekki meira vit í að einfaldlega fækka málum?

Það er hægt líka.

Vopna­lög (for­efni til sprengi­efna­gerðar, EES-regl­ur). [...] Samþykkt með 62 at­kvæðum. Málið snýst um inn­leiðingu EES-reglu­gerð „um markaðssetn­ingu og notk­un for­efna sprengi­efna tek­in upp í samn­ing­inn um Evr­ópska efna­hags­svæðið.“

Þýðir það að við fáum öll salmonellu?

Rafgeymarnir okkar verði bara ónýtir?

Kökur muni bragðast furðulega? 

(Ha?  Kunniði ekki að búa til sprengiefni?  Efnafræði, gott fólk, skoðið hana.)

End­ur­skoðend­ur (eft­ir­lits­gjald). [...] Samþykkt með 63 at­kvæðum. Málið snýst um að tryggja að end­ur­skoðendaráð „geti sinnt því eft­ir­lits­hlut­verki sem það hef­ur sam­kvæmt lög­un­um og með frum­varp­inu eru lagðar til breyt­ing­ar til að tryggja að svo sé.“

Auka kostnaður aftur.  Jibbý.


mbl.is Hvaða lög samþykkti þingið í gær?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband