11.6.2017 | 20:06
Heldur hún, byggt á hverju?
Ég held að það geti verið mjög hættulegt sýndaröryggi í því að fjölga vopnuðum lögreglumönnum, en ekki styrkja hina almennu löggæslu í landinu.
En þeir *eru* löggæzlan í landinu.
Alveg eins og fyrr, nema nú geta þeir skotið þig ef þeir verða pirraðir.
Hert öryggisgæsla verður einmitt í borginni í dag og kvöld vegna landsleiks Íslands og Króatíu sem fer fram á Laugardalsvelli í kvöld.
Svona "dress rehersal?"
Mér finnst mjög skrýtið að þessu sé dembt á, án þess að það sé komið fram breytt hættumat.
Króarnir hafa kannski beðið um þetta?
Við eigum þess ekki að venjast að lögreglan sé vopnuð, sem betur fer.
Á meðan við, almenningur, megum ekki vopnast, þá verður þetta líklega framtíðin.
Þetta hefur engin áhrif á viðbragðstímann samt, þó fólk virðist oft halda annað. Skotvopn hafa aldrei fært neinum mátt til skyndilegra ferðalaga gegnum astralplanið.
Með því að styrkja hina almennu löggæslu er öryggi borgaranna raunverulega tryggt.
Nei. Óvopnuð lögregla er heldur ekkert skyggn, né getur hún teleportað.
Ég held að það sé fátt hættulegra en undirmönnuð vopnuð lögregla, svona almennt séð.
Of-mönnuð vopnuð lögregla er hættulegri.
Að mati Steinunnar hafa heldur ekki verið færð nein haldbær rök fyrir því að þörf sé á hertri löggæslu hér á landi af hálfu vopnaðra lögreglumanna. Það hefur einmitt verið gefið út að það sé ekki breytt hættumat. Þetta passar ekki saman.
Hér eru rök:
http://edition.cnn.com/2015/01/21/europe/2015-paris-terror-attacks-fast-facts/index.html
http://edition.cnn.com/2015/12/08/europe/2015-paris-terror-attacks-fast-facts/index.html
https://www.theguardian.com/world/2016/sep/20/nice-truck-attack-french-police-arrest-eight-new-suspects
http://www.telegraph.co.uk/news/2017/04/07/truck-crashes-crowd-people-stockholm/
osfrv...
Undirmönnuð vopnuð lögregla hættuleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.