Hvað hafa Pakistanar gert þeim hjá MBL?

Að vilja þá feiga í hundraðatali?

"Hundruð látist í fagnaðarlátum"

Hundruð þeirra deyji í fagnaðarlátum, tilkynna þeir okkur.  En hvers vegna?  Lesum fréttina, og kynnum okkur dularfullt hatur MBL á þessum framandi mönnum:

"Á sama tíma og gríðarleg fagnaðarlæti brut­ust út um gjörv­allt Pak­ist­an, vegna stór­kost­legs sig­urs krikk­et­landsliðsins gegn Indlandi í sum­ar, lá hinn fimm ára Noeen lát­inn í norðvest­ur­hluta lands­ins. Dánar­or­sök­in: Fagnaðarkúlna­hríð."

... og?  Á ég að fagna því?

Mér er bara alveg sama.  Af eða á.  

"Í Pak­ist­an hef­ur löng­um tíðkast að fagna brúðkaup­um, trú­ar­at­höfn­um og íþrótta­sigr­um með því að skjóta byssu­kúl­um út í loft."

Og þið eruð að komast að þessu núna fyrst?

"Skot­vopn eru auðfá­an­leg á svört­um mörkuðum við landa­mær­in að Af­gan­ist­an og byssuglæp­ir tíðir í stærstu borg­um lands­ins."

Þetta eru auðfinnanlegar upplýsingar, sem vi getum borið saman við önnur lönd.  (Tökum samt eftir að við fáum aldrei hlutfall glæpa þar sem skotvopn koma við sögu vs þar sem önnur vopn eða engin eru notuð.)

Wiki segir að þar séu framin 7.81 morð á hverja 100K íbúa, sem setur á í 67 sæti yfir lönd með hæstu morðtíðni - höfum í huga hér að þetta er með frjálsri aðferð, þið verðið bara að giska á hve margir af þessum er skotnir, vs stungnir, grýttir, hengdir osfrv.
Fyrir ofan eru Katar, Írak og Guadalupe, fyrir neðan Eþjópía Comoros og Grenada.

Fyrir fjölda skotvopna gefur Wiki 11.6 byssur á 100 íbúa, sem setur þá í 55 sæti.  Á eftir okkur.  Reyndar eigum við íslendingar þrefalt fleiri vopn en pakistanar.  Danir eiga 12 byssur á hverja 100 íbúa, þeir eru í 52. sæti.

"Eft­ir að Pak­ist­an gjör­sigraði Ind­land á Champ­i­ons Trop­hy í júní sl. lét­ust að minnsta kosti tveir í fagnaðarlát­un­um og hundruð særðust."

Þar varð MBL ekki að ósk sinni, nema að mjög litlu leiti.  HAHA!

"Krikk­et-aðdá­end­ur létu sér nefni­lega ekki nægja að gleðjast í góðra vina hóp, held­ur hleyptu óspart af skot­vopn­um sín­um í sælu­vím­unni."

... ha?  Fóru þeir afsíðis til þess að plaffa út í loftið?  Hljómar mjög ólíkt arabískum mannfagnaði, það.  Venjulega skjóta þeir sem hafa efni á slíku út í loftið í góðra vina hóp.

"Þrá­hyggja manna gagn­vart skot­vopn­um er sér­stak­lega áber­andi í ætt­bálka­sam­fé­lag­inu í norðvest­ur­hluta Pak­ist­an. Þar eru þau ódýr­ari en snjallsím­ar og fæst­ir karl­menn ferðast langt óvopnaðir."

Vá... fáfræðin, fordómarnir og þröngsýnin í þessum setningum...

Í þriðja heiminum eru skotvopn *stöðutákn.* Kalashnikov er ekkert ókeypis, þó okkur finnist hann ódýr - kostar rússneska herinn þetta ~15-20K, sem er 50-80% af því sem M-16 kostar USMIL.

Við höfum LandCruiser.  Þeir Kalashnikov (eða eitthvað annað sem þeir ná í.)   Kannski finnst okkur 20.000 kr ekkert mikið, en í Pakistan er það árslaun.  Hugsaðu þér að kaupa riffil fyrir slíkan pening.  Þú myndir sko vilja sýna öllum gripinn.

Á sama tíma hlítur einn af jafnvel ódýrustu snajllsímum að vera mikið undraverk þarna úti, kostandi 30K og uppúr.  Það eru jafnvel færri sem hafa efni á svoleiðis.  Væri fyrir pakistanann eins og fyrir okkur að eiga einbýlishús undir Laugarásnum.

Og það er meira vit í því fyrir pakistana í afskekktri sveit að væflast um með AKM en einhvern farsíma, vegna þess að þegar þjóðvegaræningjar óhjákvæmilega birtast er ekki hægt að gera mikið í því með einhverjum síma.  Hvað eiga þeir að gera?  Hringja í lögguna?  Það virkar ekki einu sinni í hinum vestræna heimi.

"Byssu­menn­ing­in á sér djúp­ar ræt­ur í land­inu..."

Auðvitað.  Það er ekki 11 öld lengur.  Hver notar sverð?

"Þá hef­ur hið auðvelda aðgengi ef­laust átt sinn þátt í að kynda und­ir átök inn­an­lands löngu eft­ir að Sov­ét­menn heyrðu sög­unni til."

Þið hafið snúið orsakasamhenginu við.  Vegna fáfræði eða heimsku eða bæði.  Þið vitið kannski ekki að það eru *ættbálkar* þarna?  Sem var bara haldið friðsælum af konunginum sem var við völd þegar Sovétið mætti.  Þegar það var enginn kóngur þá byrjuðu erjurnar um völd milli ættbálkanna.

Þetta hefði gerst þó þeir hefðu ekki haft aðgang að öðru en ydduðum spítum.

"Sjálf­virku vopn­in leystu fljótt gam­aldags riffla af hólmi við hátíðleg­ar at­hafn­ir en óhætt er að segja að sú hefð að skjóta kúl­um út í loft til að fagna hinu og þessu hef­ur tekið sinn toll."

A: Brot á reglu nr 3.  Sem þeim virðis alveg sama um vegna þess að -
B: Þeir eru forlagatrúar.

"Eng­in op­in­ber töl­fræði er til yfir þann fjölda sem hef­ur lát­ist vegna fagnaðarkúlna­hríðar en yf­ir­völd segja hann lík­lega nema hundruðum síðustu ár."

*Eng­in op­in­ber töl­fræði er til* en *yf­ir­völd segja.*

Þriðji heimurinn.  Yfirvöld gætu sagt hvað sem er.  Í textanum eru reifuð tvö tilvik, og minnst á tvö önnur.  Fjögur, sem sagt.

„Í gamla daga fagnaði fólk með því að skjóta upp í loft á opn­um ökr­um,“ út­skýr­ir Shah. Í dag seg­ir hann viðbúið að þegar hleypt sé af byssu hæfi kúl­an ein­hvern.

Hann ætti að reyna að fá þá til að skjóta upp flugeldum í staðinn.  Í USA (talsvert fjölmennara landi) deyja árlega fjórir af vldum flugenda, og ~10.000 slasast.

"Tahir Khan, lög­reglu­stjór­inn í Pes­haw­ar, hef­ur hvatt þá sem venju­lega hleypa af skot­vopn­um sín­um í fagnaðarskyni til að verja fjár­mun­un­um sem þeir hefðu ella eytt í skot­færi til góðgerðar­mála."

Það er meiri tilfinning og meiri sýning á auðæfum að  að skjóta út í loftið.

"Í Pak­ist­an þurfa menn að fá leyfi áður en þeir eign­ast skot­vopn"

Hvað ætli það kosti?  Það er venjulega þannig sem yfirvöld halda vopnum frá pöplinum.  Það er oftast í lagi að efri millistétt eigi byssur, en venjulega reyna yfirvöld að halda þeim fyrir elítuna eingöngu. 

"Ný­kjör­inn for­sæt­is­ráðherra, Shahid Abbasi, hef­ur heitið því að taka á út­breiðslu sjálf­virkra skot­vopna."

Í ljósi sögunnar myndi ég hafa illan bifur á þeim náunga.

Pakistaninn þarf NRA.  Þeir þurfa ekki MBL til að óska þeim dauða.


mbl.is Hundruð látist í fagnaðarlátum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband