15.10.2017 | 19:57
Menn úti hafa meira vit en við hér heima
"...er búist við að íhaldsmaðurinn Sebastian Kurz taki í kjölfarið við sem kanslari landsins."
Við komumst að því á eftir - ekki telja eggin fyrr en þau eru komin út úr hænunni.
"Fram kemur í frétt AFP að gert sé ráð fyrir að austurríski Þjóðarflokkurinn, flokkur Kurz, fái yfir 30% fylgi í kosningunum og muni í kjölfarið mynda ríkisstjórn með Frelsisflokknum sem skilgreindur hefur verið sem öfgahægriflokkur."
Er annað hægt en að óska þeim til hamingju með það?
Jú, það er hægt að dauð-öfunda þá.
"Fram kemur í frétt AFP að verði þetta niðurstaðan skapi það nýjan höfuðverk fyrir Evrópusambandið ofan á útgöngu Bretlands úr sambandinu og uppgang lýðhyggjuflokka víða í ríkjum þess eins og í Þýskalandi og Póllandi."
Gott.
Kurz hefur einnig lagt áherslu á hóflega skattastefnu.
Svo hægri-öfgaflokkurinn er í alvöru til hægri? Sjaldséðir hvítir hrafnar!
"Frelsisflokkurinn [...] var á sínum tíma stofnaður af fyrrverandi nasistum."
Ja, vinstri-öfgamenn hafa þá líka einhvern til að kjósa.
"Jafnaðarmenn, sem eru við völd í landinu, hafa átt á brattann að sækja. Meðal annars vegna hneykslismála."
Hneykslismál bíta á þá þar? Ja hérna. Hér mega þeir finnast uppí rúmi í threesome með dauris telpu og lifandi strák, og allt er ljómandi fínt.
"Leiðtogi þeirra, Christian Kern núverandi kanslari, varaði í gær við fyrirhugaðri hægristjórn og vísaði til sögunnar."
Hann þarf að útskýra nánar.
"Flokkarnir tveir eru ennfremur sammála um að lækka skatta, draga úr regluverki og stemma stigum við afskiptum Evrópusambandsins af innanlandsmálum."
Íslenskir pólitíkusar geta lært sitthvað af þeim.
Stefnir í skarpa hægrisveiflu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.