13.4.2018 | 18:13
Hvernig?
Í stórum dráttum svona... óþarfi að fara út í smáatriði.
"Frakkland varaði við því í dag að stjórn Sýrlands hefði gengið of langt eftir endurtekna notkun efnavopna."
Þeir hafa *engar* sannanir fyrir slíku.
Reyndar væri slíkt afar einkennileg hegðun af hálfu Sýrlandsstjórnar, svo mjög að það er rökrétt að álykta að þetta hafi einmitt ekki verið þeir.
"Frakkar heita því að mæta slíkum árásum sem þeir segja ógn við alla heimsbyggðina."
... og rökstyðja það ekkert frekar.
"Francois Delattre, sendiherra Frakklands gagnvart Sameinuðu þjóðunum,"
Veit ekki hvað það þýðir.
"Nikki Haley, [...] undirstrikaði mikilvægi þess að taka vel ígrundaða ákvörðun."
Rödd skynseminnar.
"Sýrlandsstjórn og Rússar neita því að standa á bak við meinta efnavopnaárás."
Ég veit ekki af hverju ég atti ekki að trúa þeim.
***
Hvað í andskotanum er eiginlage að vera "sendiherra gagnvart sameinuðu þjóðunum?"
Óásættanleg ógn við öryggi í heiminum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Frakkar, - né heldur nokkrir aðrir, - hafa sýnt sannanir fyrir sínum ásökunum um eiturgasárás Sýrlendinga á innrásarherinn. Sýrlandsstjórn náði friðarsamningum við uppreisnarmenn og samþykkti að þeir mættu yfirgefa átakasvæðin, og að þeir mættu taka konur sínar og börn með sér, ásamt með persónulegum munum. Sýrlandsstjórn lagði til tugi rútubíla fyrir uppreisnarmennina svo þeir kæmust þangað sem þeir vildu fara, til Líbanon eða Tyrklands.
Þessar ásakanir um eiturárás eru fáránlega ruglaðar, - áttu þeir kannske að ráðast á rútubílana sem fluttu uppreisnarmennina, sem búið var að semja um, að mættu flytja þá burt í friði.
Það er kominn tími til þess, að utanríkisráðherra Íslands vakni, - (og reyndar öll ríkisstjórnin), - og því verði lýst yfir, að Ísland taki engann þátt í þessum ásökunum, og jafnframt að Ísland fordæmi allar hótanir um árásir á Sýrland, í hefndarskyni.
Sýrland er frjálst og fullvalda ríki, - rétt eins og Ísland, - og þeir hafa fullan rétt til þess að verjast innrásum, og árásum á land sitt.
Þá eiga Íslendingar að afturkalla allar ásakanir í garð Rússa, og óska jafnframt eftir því við rússnesk yfirvöld, að komið verði á eðlilegu viðskiptasambandi milli Íslands og Rússland.
Nóg er nú komið af ófriðartali, - mál er að linni.
Tryggvi Helgason, 13.4.2018 kl. 23:36
Það virðist vera til mikið af liði sem vill stríð. Af einhverjum ástæðum. Við *bara einhvern.*
Við þurfum að forðast það fólk.
Ásgrímur Hartmannsson, 14.4.2018 kl. 00:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.