8.9.2018 | 22:47
Hvernig?
*Í upphafi fundarins var fjölda skjáskota úr vefmiðlum varpað upp á skjá í húsakynnum Viðreisnar, með fréttum sem fjalla um hátt verðlag hér á landi og þverrandi samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Þorgerður Katrín sagði að þrátt fyrir alla þessa umfjöllun talaði enginn um rót vandans, íslensku krónuna, en Viðreisn hyggst leggja fram nýja peningamálastefnu Íslands á komandi þingi.
Við verðum að hafa krónuna til þess að verjast sveiflum af völdum lélegrar hagstjórnar.
Léleg hagstjórn (flóknara skattkerfi, hærri skattar, tollar, vextir og bírókratía) herjar á fyrrtækin, ekki gjaldmiðillinn.
Þegar þjóðir eyða um efni fram þá lækkar gjaldmiðillinn í samræmi við það, til dæmis. Einhver ný peningastenfa mun ekkert breyta þessu.
Vandinn er ekki gjaldmiðillinn, heldur ríkisvaldið.
*Hann sagði íslenska fjögurra manna fjölskyldu eyða 80 þúsund krónum meira í mat á mánuði en fjölskylda sömu stærðar í Danmörku og að vextir væru hér tvöfalt til þrefalt hærri en í nágrannalöndunum.
Hér eru tollar, hér eru aðeins hærri skattar - og kolefnisgjald, sykurskattur og hvaðeina, ofaná flutninggjald. Svo er landbúnaðurinn heftur af ríkinu. Svo auðvitað er allt dýrara.
Svo eru vextir háir því verðbólgan er æðisleg. Vegna þess að ríkið er ekkert gott í að fara með fjármálin.
*Þá fjallaði Þorsteinn um það sem hann kallaði eyðslustefnu stjórnvalda og sagði að á góðæristímum hefðu Íslendingar aukið ríkisútgjöld langt umfram getu og það sama væri upp á teningnum núna.
Það mun ekkert breytast.
*Auk þess að beita sér fyrir nýrri peningamálastefnu ætlar Viðreisn að leggja til að samkeppnisundanþágur í landbúnaði verði afnumdar og í máli Þorgerðar Katrínar kom fram að flokkurinn hygðist leggja til að verðlagsnefnd búvara yrði lögð niður og styrkjakerfi landbúnaðarins gert gagnsærra.
Það er reyndar góður púntur. En munu þau fá það í gegn?
*Þá mun flokkurinn krefjast þess að ríkið fái sanngjarnt gjald fyrir notkun auðlinda og í því samhengi nefndi Þorgerður Katrín sérstaklega auðlindir hafsins. Hún sagði að það væri ekki svo að auðlindagjöld væru að sliga allar litlar útgerðir, en Viðreisn vildi þó leggja fram tillögur til þess að koma til móts við minni útgerðarfyrirtæki.
Auðlindagjöldin sem flónin þarna Jóhanna & Steingrímur settu komu nú flestum smáútgerðum illa, settu mörg á hausinn svo eignir þeirra runni í stærri útgerðir.
Þannig vilja sósíalistarnir hafa þetta. Allar eignir í sem fæstum höndum. Nema landbúnaðurinn, sem þeim finnst af eingverjum dularfullum orsökum að eigi að vera rekinn í einskonar furðulegu léns-fyrirkomulagi, sem ég veit ekki til þess að sé stundað neinstaðar annarrstaðar.
*Viðreisn ætlar einnig að leggja fram frumvörp um að póstþjónusta og leigubílaþjónusta verði gerð frjáls og þá vill flokkurinn að fjölbreytt rekstrarform í heilbrigðisþjónustu fái að þrífast.
Við getum bara vonað.
Frá mínum sjónarhóli eru þau ekki alvond, en ég get heldur ekki fellt mig við helminginn af því sem þau vilja.
Viðreisn vill ódýrara Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.