10.9.2018 | 19:11
Gerum Ísland skemmtilegra
Kannski færri komi sjálfum sér fyrir kattarnef ef þá grunaði að hægt væri að byggja eitthvað upp án þess að vera stoppaðir í því strax með einhverri pappírsvinnu.
Við höfum alveg nóg að kvíða fyrir. Nú þegar vinnum við alltof lengi. Það er ekkert gott fyrir geðheilsuna. Ég hef séð það.
Hef ég líka óstaðfestan grun um að Ísland sé vondur staður til að hafa áhugamál. Þú átt bara að hafa áhuga á útivist og íþróttum. Sem er svosem alveg gott og blessað. Eiturlyf hafa bjargað mörgum frá því böli, reyndar.
Best hafa menn það sem geta verið á eiturlyfjum á meðan þeir stunda íþróttir. Eins og Maradona.
Ég ætla ekki að leggja til að menn geri eitthvað eitt eða tvennt eða annað ákveðið. Menn geta fundið það út... eða myndu gera það ef það væri ekki uppskrift að endalausri pappírsvinnu næstu 15 árin eða svo.
Pappírsvinnan er niðurdrepandi.
Nei, ég held ekki að við fáum að hafa nein hobbý önnur en íþróttir og/eða eiturlyf. Og eiturlyfjunum fylgis minnst pappírsvinna.
25 milljónir í áætlun gegn sjálfsvígum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.