23.9.2018 | 23:26
Ekki allt skiljanlegt
Við þurfum sterkar heilbrigðisstofnanir og getum ekki svelt opinbera kerfið af því að aðrir þurfi á fé að halda, sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra
Jú víst, og ættu að gera það líka.
... og játaði þeirri spurningu þáttastjórnandans Kristjáns Kristjánssonar að sjálfstætt starfandi sérfræðingar þurfi að koma þar á eftir.
Ha? Á eftir hverju? Í hvaða samhengi? Þetta passar ekkert við það sem á undan er komið hér... en ég heyrði heldur ekki viðtalið.
Síðast þegar ég vissi var McKinsey ekki vinstri sinnað eða Ríkisendurskoðun í Vinstri grænum, sagði Svandís. Báðir séu hlutlausir greinendur, sem tali einum rómi, um vanda sem íslenska heilbrigðiskrefið búi við.
Ég veit ekki hvað neitt af þessu kemur nokkru við.
Viðreisn hafi ekki áhyggjur af vinstri slagsíðu
En það ættu þau einmitt að gera. En gera líklega ekki, verandi eins vinstri sinnuð og þau eru...
Í grunnin er kerfið sterkt, en erum til að mynda að horfa á eitt umfjöllunarefni sem eru biðlistar (1) á aðra höndina og oflækningar (2) á hina.
Tvö umfjöllunarefni.
Stjórnvöld þurfi að skerpa á því hvernig þau ráðstafi fé.
Hvað þýðir það eiginlega?
... Svandís [...] nefndi að mönnunarvandinn í heilbrigðiskerfinu sé nokkuð sem fari vaxandi í framtíðinni.
Ef þau vilja ekki borga fólkinu...
Ríkisendurskoðun ekki í Vinstri grænum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.