25.9.2018 | 19:44
Pissað uppí vindinn aftur
Því það hefur alltaf reynst svo vel.
Mikilvægt er að Alþingi Íslendinga taki höndum saman til að stemma stigu við ópíóðafaraldri á Íslandi.
En er það í raun faraldur?
Fyrst segja þeir alltaf að til sé sívaxandi vandamál. Sem kannski er ekkert til. Svo fara þeir og þykjast leysa það. Þá verður til raunverulegt vandamál.
Það er mín reynzla af ríkinu.
... 29 dauðsföll til rannsóknar þar sem grunur leikur á að lyf hafi komið við sögu.
Í heildina? Aspirín meðtalið? (Það er víst banvænt.)
Sagði verkefnisstjóri lyfjamála hjá embætti landlæknis það vekja athygli að matsgerðum hafi fjölgað mjög; tilfellin hafi verið 32 allt árið í fyrra samanborið við 29 á fyrri helmingi þessa árs,
Semsagt, svo vitað sé. (Bendir til fleiri tilfella, ef eitthvað er - sem aftur bendir til ónákvæmni sem aftur gerir tölurnar svona vísbendingu frekar en staðreynd. Lágmark.)
...meðalaldur sé að lækka og margir einstaklingar sem hafa tekið talsvert af lyfjum stuttu fyrir andlát hafa ekki fengið þeim ávísað.
Einhverjir eru að drýgja tekjurnar, kannski.
Erum við að sjá tímabundna bólu - tízkusveiflu meðal fíkla?
Starfshópurinn skilaði af sér tillögum í níu liðum og miða þær að því að takmarka aðgang að ávanabindandi lyfjum, auka fræðslu hjá fagstéttum og almenningi, herða eftirlit með ávísanavenjum lækna, gera kröfur um bætta greiningu á ADHD, bæta aðgang að öðrum úrræðum en lyfjum við meðferð á ADHD, svefnvanda, kvíðaröskunum og langvinnum verkjum.
Síðan hvenær fóru menn að taka ópíum við ADHD?
Ólafur Þór Gunnarsson, læknir og þingmaður Vinstri grænna, benti á vandann sem fylgi því að fólk fái ávísað lyfjum erlendis sem flutt eru til landsins árituð.
Er rangt að fólk leyti sér lækninga i útlöndum? Má lyfjagjöf ekki halda áfram eftir að komið er yfir landamærin? Ef fólk er með pappíra fyrir þessu, hver er vandinn?
Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, sagði þörf á þjóðarsátt geng faraldrinum. Sagði hún að ef það reyndist rétt að auðveldara væri að verða sér úti um fíkniefni en að panta pítsu þurfi allir í samfélaginu að taka höndum saman.
Það er þannig. Það er vegna þess að viðskiftin eru ólögleg. Ef ÁTVR byði uppá 24 stunda heimsendingu á Ákavíti gæti ég trúað að drægi aðeins úr þessu. *Smávegis.*
Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, og Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, töluðu báðar um bætt aðgengi að neyðarlyfinu Naloxon.
Það er varla við öllu. Hvað gerist ef það er gefið við einhverji öðru, fyrir slysni?
Bara spyr. Er ekki læknir...
Halldóra talaði sömuleiðis um að stjórnvöld þurfi að gæta þess að auka ekki frekar á vanda fíkla með aðgerðum sínum.
Blessuð vertu, þau hugsa ekkert um það.
Þá geti takmarkað framboð sömuleiðis skapað eftirspurn eftir t.d. heróíni sem opni á annan og hættulegri vanda.
Nah, sama vandamál, annað nafn.
Viljiði draga úr neyzlu á ópíumskyldum efnum? Gerið aðgang að öðrum efnum auðveldari. Dópistar elta bara vímuna. Sumum er sama hvernig hún fæst. Svo deyja þeir bara úr ofneyzlu á einhverju öðru í staðinn.
Þjóðarsátt gegn ópíóðafaraldri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.