*Hvernig?*

Sú ákvörðun stjórn­valda og Alþing­is að breyta lög­um í kjöl­far niður­stöðu úr­sk­urðar­nefnd­ar um­hverf­is- og auðlinda­mála fel­ur í sér mis­beit­ingu valds. 

Segir stjórn Land­vernd­ar.

Ákvörðunin er skiljanleg, vegna þess að meira en 150 manns voru að fara að missa vinnuna þarna, sem hefði verið tap fyrir ríkið uppá AÐ MINNSTA KOSTI 100.000.000 á mánuði.

„Tak­markaðir mögu­leik­ar um­hverf­is­vernd­ar­sam­taka til þess að tryggja að farið sé að lög­um í mál­efn­um um­hverf­is­ins hafa verið að engu gerðir í þessu máli.

Þeir eru eitthvað að misskilja.  Ef þetta er svona ólöglegt eiga þeir að kæra.  Þá fer málið fyrir dóm og dómstólar úrskurða um hvað er réttast í málinu og úr verður fordæmi.

Nefnd­inni sé ætlað að vera „sjálf­stæð og óháð stjórn­völd­um“ og kæru­leiðin eigi að koma í stað dóm­stóla­leiðar.

...

*Facepalm*

Lög­um er breytt vegna hags­muna tveggja fyr­ir­tækja í mikl­um flýti án nokk­urr­ar umræðu eða mögu­leika til um­sagna. Með þeim gjörn­ingi eru tvær stoðir Árós­ar­samn­ings­ins brotn­ar: rétt­ur al­menn­ings til þátt­töku í und­ir­bún­ingi ákv­arðana og skylda ríkja til að tryggja al­menn­ingi rétt­láta málsmeðferð í mál­um sem varða um­hverfið,“

Þetta voru nú ansi víðtækir hagsmunir þarna.  Ekki sé ég landvernd redda öllu þessu fólki þarna vinnu.

Það er alltaf jákvætt þegar ríkið er ekki að grafa undan fólki.  Þvert á móti í þessu tilfelli, þá er það að hegða sér á afar popúlískan hátt, og koma til móts við kjósendurna.  Sem er mjög lýðræðislegt.


mbl.is Lagabreytingin ólíðandi í lýðræðisþjóðfélagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband