11.10.2018 | 17:30
*Hvernig?*
Sú ákvörðun stjórnvalda og Alþingis að breyta lögum í kjölfar niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála felur í sér misbeitingu valds.
Segir stjórn Landverndar.
Ákvörðunin er skiljanleg, vegna þess að meira en 150 manns voru að fara að missa vinnuna þarna, sem hefði verið tap fyrir ríkið uppá AÐ MINNSTA KOSTI 100.000.000 á mánuði.
Takmarkaðir möguleikar umhverfisverndarsamtaka til þess að tryggja að farið sé að lögum í málefnum umhverfisins hafa verið að engu gerðir í þessu máli.
Þeir eru eitthvað að misskilja. Ef þetta er svona ólöglegt eiga þeir að kæra. Þá fer málið fyrir dóm og dómstólar úrskurða um hvað er réttast í málinu og úr verður fordæmi.
Nefndinni sé ætlað að vera sjálfstæð og óháð stjórnvöldum og kæruleiðin eigi að koma í stað dómstólaleiðar.
...
*Facepalm*
Lögum er breytt vegna hagsmuna tveggja fyrirtækja í miklum flýti án nokkurrar umræðu eða möguleika til umsagna. Með þeim gjörningi eru tvær stoðir Árósarsamningsins brotnar: réttur almennings til þátttöku í undirbúningi ákvarðana og skylda ríkja til að tryggja almenningi réttláta málsmeðferð í málum sem varða umhverfið,
Þetta voru nú ansi víðtækir hagsmunir þarna. Ekki sé ég landvernd redda öllu þessu fólki þarna vinnu.
Það er alltaf jákvætt þegar ríkið er ekki að grafa undan fólki. Þvert á móti í þessu tilfelli, þá er það að hegða sér á afar popúlískan hátt, og koma til móts við kjósendurna. Sem er mjög lýðræðislegt.
Lagabreytingin ólíðandi í lýðræðisþjóðfélagi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.