13.10.2018 | 20:30
MBL er alveg að selja þennan gaur
Hann er hvatvís, hefur lýst aðdáun sinni á hermennsku, er fylgjandi almennri byssueign, afkastamikill á samfélagsmiðlum og hefur verið sakaður um kvenfyrirlitningu og rasisma: Hægri öfgamaðurinn Jair Bolsonaro, sem hlaut flest atkvæði í fyrstu umferð forsetakosninganna í Brasilíu, á sitthvað sameiginlegt með leiðtoga Bandaríkjanna, Donald Trump.
Og skoðum þetta nánar:
1: Hann er hvatvís,
Check
2: hefur lýst aðdáun sinni á hermennsku,
Q: Trump er erfingi mikilla auðæfa, komst undan herskyldu...
Man ekki til þess að hann hafi lýst sig andsnúnum hermennsku samt. Repúblikanar bera yfirleitt lágmarks virðingu fyrir hernum og þeim sem þar eru.
3: er fylgjandi almennri byssueign,
Það er í stjórnarskránni hjá kananum. Kjósendur Trump eru mjög hrifnir af henni.
4: afkastamikill á samfélagsmiðlum
Check
5: og hefur verið sakaður um kvenfyrirlitningu
Menn eru sakaðir um hitt og þetta, erfiðara er að fact-checka það.
6: rasisma
Við getum ekki farið að væna annan hvorn þeirra um slíkt, umfram það sem tíðkast almennt.
*Eins og Trump er hann leikari, frambjóðandi sem skilur lítið í almennum stjórnmálum, sem talar frjálslega, en hefur einhverra hluta vegna óútskýranlegan sjarma sem dregur að sér ákveðna tegund kjósenda
Þetta er allt jákvætt.
* kjósenda sem hneigjast til fasisma.
Hvað ættu þeir þá að kjósa þennan? Ég meina:
Q: er fylgjandi almennri byssueign
Q: Verð hlutabréfa í landinu hefur lækkað frá kosningunum um síðustu helgi og er óvissu um framtíð ríkisrekinna orkufyrirtæka landsins m.a. sagt um að kenna. Bolsonaro ítrekaði nefnilega áform sín um einkavæðingu.
Fasismi, ha? Þið vitið ekki hvað það orð þýðir.
(Rökin með því að hann sé fasisti eru hinsvegar þau að hann ætlar ekkert að hræra í eftirlaunakerfinu, og hann hyggst ekki einkavæða *öll* ríkisfyrirtækin.)
*En Junior segir þó að grundvallarmunur sé á stuðningsmönnum Bolsonaro og Trumps. Stór hluti þeirra sem kusu Trump var fátækt, hvítt fólk. Í tilfelli Bolsonaro er stuðningurinn mestur meðal millistéttar- og yfirstéttar fólks.
Djöfull er millistéttin þá stór þarna. Stendur algerlega undir nafni.
*Óttast er að mikil sundrung sé nú meðal Brasilíumanna ...
Já, þið tönnlist á því.
Miðað við liðið sem venjulega velst til valda þarna ú S-Ameríku, þá er þetta mikill öndvegismaður, sýnist mér.
Hvatvísi herforinginn vill á valdastól | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.