4.11.2018 | 20:56
Óvæntar aukaverkanir rafbílavæðingarinnar
Eins og er, með öllum tollum, er rafbíll ca milljón dýrari en venjulegur bíll. Frá ódýrasta til ódýrasta af sömu stærð.
Það gerir mismun á mánaðarlegum afborgunum fyrir nýtt ökutæki ~20.000. Fyrir þann pening er hægt að keyra ansi langt.
Ef hætt yrði að flytja inn önnur ökutæki en rafbíla, þá er ljóst að þó þau kæmust jafn langt á dag og standard bíll, þá væri verðið að útiloka nokkuð stóran hóp.
Og ef tollar yrðu lagðir á farartækin, þá stækkaði sá hópur.
Þarna er kominn vísir að stéttaskiftingu byggða á hreyfanleika. (Sem er nú þegar verið að vinna að fyrir opnum tjöldum, með öllum þessum kolefnis-gjöldum.)
Hlakkar ykkur ekki til?
Rafbílavæðing hagkvæm fyrir þjóðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.