10.11.2018 | 21:24
Er þetta einhverskonar brandari?
Tilvitnun: "Fordómafull skilaboð sem dreift hefur verið um háskólasvæðið að undanförnu (Um er að ræða veggspjöld og límmiða sem innihalda skilaboð á borð við að það sé í lagi að vera hvítur) voru sett upp án leyfis og vitundar Háskóla Íslands og eru í fullkominni andstöðu við stefnu skólans og gildi. Þetta kemur fram í tölvupósti sem Jón Atli Benediktsson rektor sendi á nemendur skólans í dag."
Semsagt: að vera hvítur er í fullkominni andstöðu við stenfu skólans? Það var ekki svo þegar ég var þar.
Tilvitnun: "Vegna skilaboðanna vill Jón Atli árétta mikilvægi þess að allir hópar fólks upplifi sig örugga á háskólasvæðinu og að allir hjálpist að við að tryggja að virðing sé borin fyrir fjölbreytileika mannlífsins."
Nema hvítum.
Tilvitnun: "Þá minnir hann einnig á að jafnrétti sé eitt af þremur grunngildum Háskóla Íslands Í jafnréttisáætlun Háskóla Íslands er lögð áhersla á að mismunun á grundvelli kyns, kyngervis, uppruna, litarháttar, fötlunar, kynhneigðar, kynvitundar, aldurs, heilsufars, trúarbragða, skoðana, búsetu, efnahags eða menningar er óheimil innan háskólans,"
Hér er ljóst að rektor hefur látið hafa sig að algjöru fífli.
Fordómafull skilaboð á háskólasvæðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.