Ef fyrsta skattþrep yrði 60%...

Þá yrðu lágmarkslaun að hækka í samræmi við það.

Nú eru þau 300.000, og skatturinn er 37% - útborgað: 189.000

Ef skatturnn færi uppí 60%, þá yrðu launin að hækka í 472.000, bara til að halda í við.

En þar sem það er jú verðbólga, og hún há, og hún hefur staðið yfir lengi, og laun hafa ekki haldið í við hana, þá er réttast að krafan vrði 40% ofaná það, eða 661.000 á mánuði, lágmark.

Þið viðtið, í samræmi við hækkun ákveðinna opinberra starfsmanna.

660.000 í lágmarkslaun myndi bæði dekka 60% skatt og verðbólgu allavega næsta árið.

Nema ríkið sjái sér fært að gera eitthvað af viti, eins og að koma til móts við launafólk með því að lækka tekjuskattinn, eða fella niður eitthvað af þeim sköttum sem fyri eru.  T.d kolefnisgjaldið.

Á móti gæti ríkið til dæmis bara lokað einhverjum af hinum fjölmörgu stofnunum sem það rekur.  Af nógu er að taka.  Það þarf enginn að segja mér að meira en 1/4 vinnandi manna eigi að vera ríkisstafsmenn.


mbl.is Fyrsta skattþrep yrði 60,54%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband