Sumt nýtt þarna, en kemur okkur ekkert við fyrir það.

Ut­an­rík­is­ráðherra seg­ir ís­lensk stjórn­völd munu gera það sem í þeirra valdi stend­ur til þess að vilji venesú­elsku þjóðar­inn­ar nái fram að ganga og úti­lok­ar ekki að viðskipta­sam­bandi Íslands við rík­is­stjórn Nicolas Maduro verði slitið.

Eigum við viðskifti við Venezuela?  Vissi það ekki.

Hafa þeir einhver efni á að borga okkur fyrir vörur?

„Aðal­atriðið er að ríki heims sam­ein­ist um það að gera það sem þau geta til þess að vilji fólks­ins nái fram að ganga,“ seg­ir Guðlaug­ur Þór Þórðar­son...

Ég vil nú minnst skifta mér af þeirra innanríkisdeilum.

„Ástandið er óþolandi og við höf­um gagn­rýnt fram­göngu stjórn­valda í Venesúela margoft. Þetta eru slík­ar hörm­ung­ar að orð fá því ekki lýst. Það eru þrjár millj­ón­ir manna á flótta frá þessu landi sem er svo ríkt af auðlind­um, en óstjórn og mein­gölluð hug­mynda­fræði hafa haft þess­ar skelfi­legu af­leiðing­ar,“ seg­ir Guðlaug­ur Þór.

Mikið vildi ég að þau þarna á þingi lærðu eitthvað af veseni þeirra í útlandinu.  Eða bara útlöndum almenn.  Frakklandi til dæmis.  Við erum að apa upp eftir þeim Macron og félögum allskyns ósiði.

Reyndar hef ég tekið eftir að stjórnvöld eru einstaklega nösk á ósiði til að apa eftir.  Einusinni öpuðum við eftir svíum allskyns mistök.  Svo höfum við apað eftir kananum mistök, á meðan við keppumst við að formæla það sem þeir gera þó rétt.

„Við ger­um það sem við get­um til þess að ýta und­ir það að þessi for­seti, sem hef­ur gengið fram með eins ólýðræðis­leg­um hætti og hugs­ast get­ur, sitji ekki þarna áfram í óþökk eig­in þjóðar.“

Guðlaug er ekki alvara með þessu.  Engum þarna inni er alvara með neinu af þessu.


mbl.is „Ástandið er óþolandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Guðlaugur verður að fá að vængja sig eins og skarfur og láta líta út sem hann hafi einhverja vikt í valdatafli stórveldanna. Nobody from nowhere. Hann stimplar allt sem frá ameríku bretum og esb kemur og náði ekki andanum af hneykslan þegar rússnenski sendiherrann sagði það, þegar ísland hellti sér í viðskiptabann á rússa og boykott ráðamanna á hm vegna hins upspunna Skripal máls.

Hann er nákvæmlega sama fígúran og Gunnar Bragi í þessu embætti.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.1.2019 kl. 05:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband