26.1.2019 | 23:39
Sumt nýtt þarna, en kemur okkur ekkert við fyrir það.
Utanríkisráðherra segir íslensk stjórnvöld munu gera það sem í þeirra valdi stendur til þess að vilji venesúelsku þjóðarinnar nái fram að ganga og útilokar ekki að viðskiptasambandi Íslands við ríkisstjórn Nicolas Maduro verði slitið.
Eigum við viðskifti við Venezuela? Vissi það ekki.
Hafa þeir einhver efni á að borga okkur fyrir vörur?
Aðalatriðið er að ríki heims sameinist um það að gera það sem þau geta til þess að vilji fólksins nái fram að ganga, segir Guðlaugur Þór Þórðarson...
Ég vil nú minnst skifta mér af þeirra innanríkisdeilum.
Ástandið er óþolandi og við höfum gagnrýnt framgöngu stjórnvalda í Venesúela margoft. Þetta eru slíkar hörmungar að orð fá því ekki lýst. Það eru þrjár milljónir manna á flótta frá þessu landi sem er svo ríkt af auðlindum, en óstjórn og meingölluð hugmyndafræði hafa haft þessar skelfilegu afleiðingar, segir Guðlaugur Þór.
Mikið vildi ég að þau þarna á þingi lærðu eitthvað af veseni þeirra í útlandinu. Eða bara útlöndum almenn. Frakklandi til dæmis. Við erum að apa upp eftir þeim Macron og félögum allskyns ósiði.
Reyndar hef ég tekið eftir að stjórnvöld eru einstaklega nösk á ósiði til að apa eftir. Einusinni öpuðum við eftir svíum allskyns mistök. Svo höfum við apað eftir kananum mistök, á meðan við keppumst við að formæla það sem þeir gera þó rétt.
Við gerum það sem við getum til þess að ýta undir það að þessi forseti, sem hefur gengið fram með eins ólýðræðislegum hætti og hugsast getur, sitji ekki þarna áfram í óþökk eigin þjóðar.
Guðlaug er ekki alvara með þessu. Engum þarna inni er alvara með neinu af þessu.
Ástandið er óþolandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Guðlaugur verður að fá að vængja sig eins og skarfur og láta líta út sem hann hafi einhverja vikt í valdatafli stórveldanna. Nobody from nowhere. Hann stimplar allt sem frá ameríku bretum og esb kemur og náði ekki andanum af hneykslan þegar rússnenski sendiherrann sagði það, þegar ísland hellti sér í viðskiptabann á rússa og boykott ráðamanna á hm vegna hins upspunna Skripal máls.
Hann er nákvæmlega sama fígúran og Gunnar Bragi í þessu embætti.
Jón Steinar Ragnarsson, 27.1.2019 kl. 05:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.