5.2.2019 | 17:33
Eru þau öll að sniffa lím núna?
Þetta fólk hlýtur að vera heilaskemmt:
Það er vont: Ef það verða veggjöld þá greiða jú bensínbílaeigendur eldsneytisgjöld og vegtoll. Rafbílaeigendur borga engin orkugjöld, en vegtoll. Er þetta þá ekki hvatning til þess að skipta um bíl? spurði Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna...
Það versnar: Það er kannski stefna hluta innan meirihlutans, en ég er ekki viss um það að meirihlutinn sé að tala þar einum rómi, [...] Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar...
Aftur, fyrir þá sem náðu því ekki: "Það er kannski stefna hluta innan meirihlutans..."
Og þetta: "Hún sagði það ljóst að það myndi hvetja til orkuskipta og að fólk myndi skipta um samgöngumáta ef fólk stæði ekki undir kostnaði vegna gjaldtöku."
Það kemur ekki fram hvernig hún orðaði það, en það hefur verið speisað.
Það er þannig að þessi veggjöld geta liðkað til fyrir orkuskiptum, það er ágætt. En hver er þá munurinn á kolefnisgjaldi og veggjaldi? spurði Ari Trausti.
Munurinn er sá að við höfum ekki efni á því. Hvorugu.
Hvar er fólkið sem á að vinna *fyrir* okkur?
Gjöld hvati til að skipta um bíl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Áttu lím? Væri sko til í að slappa af bakvið skólan rétt fyrir samræmduprófin og sniffað slatta af lími. Þannig var maður að tryggja að maður fengi minnst 5 í prófunum þó maður hvorki lærði né mætti í námið. Maður var bara gáfaður á lími, eins og þetta fólk :D
Hehehehe
Kveðja.
Einar fugl Sigurjónsson.
Einar Haukur Sigurjónsson, 5.2.2019 kl. 23:07
Ég held límið mitt sé þurrt núna. Ekki svosem það skifti máli - ekki viss um að það virki. Er svona "tree-friendly" trélím. Eyðist í náttúriunni. Þynnist í vatni.
Kveiki í því við tækifæri. Meira gaman en að henda því bara.
Ásgrímur Hartmannsson, 7.2.2019 kl. 16:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.