Nú skil ég ekki...

"Sam­tök­in ´78 mót­mæla stjórn­ar­frum­varpi dóms­málaráðherra þar sem hat­ursorðræða er þrengd..."

Hat­ursorðræða er þrengd???

Ha?  Hvað þýðir það?

"...en frum­varpið er sagt eiga að auka vernd tján­ing­ar­frels­is hér á landi."

... auka vernd tjáningarfrelsis...

Einhver?

"Enn frem­ur seg­ir að Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafi bent á að umb­urðarlyndi og virðing fyr­ir jafn­rétti og mann­legri reisn séu grund­völl­ur op­inna lýðræðis­sam­fé­laga. Þess vegna geti ekki aðeins verið rétt­læt­an­legt, held­ur nauðsyn­legt að tak­marka orðræðu ..."

Er það rétt skilið að þeir vilji draga úr tjáningarfrelsinu?

"Í ljósi þessa hef­ur verið samstaða um að tján­ing­ar­frels­inu þurfi að setja skorður til þess að vernda frelsi minni­hluta­hópa."

Vernd frelsis minnihlutahópa felst í skertu frelsi allra annarra?

"Nú liggi fyr­ir stjórn­ar­frum­varp dóms­málaráðherra þar sem eft­ir­far­andi klausu er bætt aft­an við ákveði um hat­ursorðræðu: enda sé hátt­sem­in til þess fall­in að hvetja til eða kynda und­ir hatri, of­beldi eða mis­mun­un."

"78 hafa áhyggjur af þessu?  Vegna þess að...? 

„Þau um­mæli sem sak­fellt var fyr­ir voru mjög gróf, lýstu hatri á hinseg­in fólki og bendluðu það, í öðru til­fell­inu, við barn­aníð. Slík tján­ing gref­ur ekki aðeins und­an friðhelgi einka­lífs ..."

Hvernig grefur það undan friðhelgi einkalífs að einhver sveii þér?  Ekki ætla þeir að segja mér að hvað sem sé sagt verði þar með satt líka?

„Einnig er tekið fram að þrengja eigi ákvæðið þrátt fyr­ir að nú­ver­andi lög um hat­ursorðræðu stang­ist ekki á við tján­ing­ar­frels­isákvæði 10. gr. mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu..."

Á að þrengja ákvæðið þangað til það stangast á við 10 grein?

Til hvers?

"...og þrátt fyr­ir að þetta frum­varp muni minnka refsi­vernd minni­hluta­hópa gagn­vart hat­ursorðræðu."

Það gæti verið jákvætt.  Við viljum síður lenda í þessu.  Það ylli alvöru, víðtæku hatri.

"Í kjöl­far frétta af frum­varp­inu hef­ur fjöldi fé­lags­manna sett sig í sam­band við Sam­tök­in ‘78 og viðrað áhyggj­ur sín­ar og óör­yggi vegna fyr­ir­hugaðra breyt­inga.“

Í kjölfar minniháttar breytinga sem skifta litlu máli.

Þetta þarfnast nánari útskýringa.


mbl.is Lýsa áhyggjum og óöryggi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband