29.3.2019 | 16:13
Prófaði svona um daginn
Klassafínn bíll.
Voða lúxus tilfinning að líða svona hljóðlaust áfram. Ekki það að það sé einhevr ærandi hávaði í velinni svosem.
Takkaskifting eins og í 1960 Chrysler. Af hverju er ekki svoleiðis í fleiri bílum? Þetta er allt orðið tölvustýrt hvort eð er, svo því ekki? Mun aldrei sakna þessa handfangs/pinna whatever hlutar þarna.
Þetta er hinsvegar mjög þungur bíll, og maður finnur það alveg. Rafhlöðurnar eru ekkert þyngdarlausar.
Hybrid bílum fylgja nefnilega 2 vandamál:
1: Þeir eru aldrei minna en 100 kg þyngri en allt annað.
2: Það deyr amk 1 krakki í Kína úr eitrun sem er beint rekjanleg til framleiðzlu á rafhlöðunum fyrir annan hvern bíl.
Það fyrra gerir aksturseiginleikana alltaf dáldið iffy, það seinna skilst mér að sé mikilvægt til þess að stemma stigu við hnattrænni hlýunun vegna kolefnisfótspors Als Gore, eða eitthvað svoleiðis.
Flaug aldrei í hug að þetta væri jeppi, svo ég sleppti jeppa hringnum. Þessi bíll á ekkert heima á neinni möl hvort eð er, og grunar mig að kaupendurnir fari aldrei út af malbiki heldur.
Sem fólksbíll er þetta á toppnum. Mjúkt og þægilegt að keyra. Umboðið gott, amk hér í Eyjum.
Skoða næst nýja Rav4, þeir breyttu þeim bíl eitthvað smá um daginn.
Leiftrandi litbrigði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.