"...eigi aðild að slysi..."

Það var og.

En hvað um það:

"Á 10 árum hef­ur fjöldi skráðra bif­hjóla auk­ist um 20% en á sama tíma hef­ur fjöldi lát­inna og slasaðra fækkað um 57%."

Það er alveg jákvætt, og allt það, en:

"Fjöldi skráðra bif­hjóla [...] var kom­inn í 8.563 árið 2018."

Og: 

"Fjöldi lát­inna og slasaðra [...] var kom­inn niður í 34 árið 2018."

Reiknum nú: það eru 251.9 ökutæki á hvert slys.

Q: "Heild­­ar­­fjöldi skráðra öku­tækja á Íslandi í árs­­lok 2016 var 344.664"

2016 slösuðust eða fórust 1429 manns í 6797 skráðum óhöppum.  Segir internetið.  Það gerir 241.2 ökutæki fyrir hvert slys.

Talan fyrir 2018 er 1289, ég geri fastlega ráð fyrir að einhver breyting hafi orðið á fjölda ökutækja á sama tíma, en notum samt sömu tölur: 263.4

Minni líkur, segið þið.  Það er nú ekkert mikill munur.

Reyndar á maur að reikna með fjölda slysa miðað við ekna kílómetra, og það er eiginlega nokkuð ljóst hver vinnur það.


mbl.is Minni líkur að bifhjól eigi aðild að slysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband