3.5.2019 | 18:38
"...eigi aðild að slysi..."
Það var og.
En hvað um það:
"Á 10 árum hefur fjöldi skráðra bifhjóla aukist um 20% en á sama tíma hefur fjöldi látinna og slasaðra fækkað um 57%."
Það er alveg jákvætt, og allt það, en:
"Fjöldi skráðra bifhjóla [...] var kominn í 8.563 árið 2018."
Og:
"Fjöldi látinna og slasaðra [...] var kominn niður í 34 árið 2018."
Reiknum nú: það eru 251.9 ökutæki á hvert slys.
Q: "Heildarfjöldi skráðra ökutækja á Íslandi í árslok 2016 var 344.664"
2016 slösuðust eða fórust 1429 manns í 6797 skráðum óhöppum. Segir internetið. Það gerir 241.2 ökutæki fyrir hvert slys.
Talan fyrir 2018 er 1289, ég geri fastlega ráð fyrir að einhver breyting hafi orðið á fjölda ökutækja á sama tíma, en notum samt sömu tölur: 263.4
Minni líkur, segið þið. Það er nú ekkert mikill munur.
Reyndar á maur að reikna með fjölda slysa miðað við ekna kílómetra, og það er eiginlega nokkuð ljóst hver vinnur það.
Minni líkur að bifhjól eigi aðild að slysi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 19:17 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.