21.5.2019 | 22:07
Ég vil að veðurfregnirnar verði sagðar á svona newspeak líka
Það myndi krydda þær.
Hugsið ykkur bara, í staðinn fyrir þetta ansi hreint þurra orðalag:
"Veðurhorfur
Á landinu
Norðaustlæg eða breytileg átt 3-10 m/s. Skýjað og allvíða dálítil súld, en stöku síðdegisskúrir, einkum S- og V-til. Hiti frá 4 stigum á NA-horninu, upp í 14 stig á Vesturlandi. Spá V.Í. gerð 21. maí kl. 18:12
Á höfuðborgarsvæðinu
Hæg breytileg átt. Skýjað að mestu og úrkomulítið, en líkur á síðdegisskúrum. Hiti 6 til 12 stig."
Þá fengjum við þessa dýrð:
"Hin daglega hamfaraspá vegna loftslagsbreytinga af mannavöldum
Á landinu
Norðaustlægt eða almennt neyðarástand átt 3-10 m/s. Skýjvá og allvíða kataklysmískt skýfall með tilheyrandi súrnun sjávar, en stöku útdauði fjölda dýrategunda, jafnevl mannkyns, einkum S- og V-til. Hnattræn hlýnun af mannavöldum frá 4 stigum á NA-horninu, upp í 14 stig á Vesturlandi. Spá V.Í. gerð 21. maí kl. 18:12
Á höfuðborgarsvæðinu
Hægt loftslags neyðarástand, vá úr hvívetna af mannavöldum. Blóð rennur í ám og hafið fyllist brennisteini. Neyðarástand af völdum manngerðs Skýjafars að mestu og uggvænlega læituð um súrt regn, eyðingu regnskóga eða útdauða af mannavöldum, en líkur á hamfaraskýfalli síðdegis. Hiti 6 til12 stig.
Fyrir morgundaginn
Þá sá ég dýr stíga upp af hafinu. Það hafði tíu horn og sjö höfuð og á hverju horni var ennisdjásn og á höfðum þess voru skráð nöfn með guðlasti.
Dýrið, sem ég sá, var líkt pardusdýri, fætur þess voru sem bjarnarfætur og gin þess eins og ljónsgin. Drekinn gaf því mátt sinn og hásæti sitt og vald mikið.
Eitt af höfðum þess virtist sært til ólífis en banasár þess varð heilt. Öll jörðin fylgdi dýrinu með undrun 4 og menn tilbáðu drekann af því að hann hafði gefið dýrinu vald sitt. Og þeir tilbáðu dýrið og sögðu: Hver jafnast á við dýrið og hver getur barist við það?
Og því var gefinn munnur, er mælti gífuryrði og guðlast, og leyft að fara því fram í fjörutíu og tvo mánuði.
Það lauk upp munni sínum til að lastmæla Guði, nafni hans, bústað hans og þeim sem á himni búa.
Og því var leyft að heyja stríð við hina heilögu og sigra þá og því var gefið vald yfir sérhverri kynkvísl og lýð, tungu og þjóð. 8 Og allir þeir sem á jörðunni búa og eiga nöfn sín ekki frá grundvöllun veraldar rituð í lífsbók lambsins, sem slátrað var, munu tilbiðja það. Sá sem eyra hefur hann heyri."
Og þannig hljómar veðurspáin.
Munið fólk: heimsendir er alltaf á morgun, og alltaf ykkur að kenna.
Hamfarahlýnun af mannavöldum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
"Hamfarahægviðri af mannavöldum" á morgun. Suðvesturland, sunnan manngert logn, með sólarglennum og "radíóaktívu" manngerðu ofsagóðviðri. Djöfuls blíða af ókunnum völdum en seinni partinn þeytist manngert ofsalaægðardrag yfir landið á hraða sem enginn tekur eftir og því mun létta til með hægum sunnan andvara og smá manngerðri blíðu. Allir í byrgin! "The world is coming to an end"
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 22.5.2019 kl. 02:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.