11.8.2019 | 23:28
FBI homicide data
Vegna þess að við höfum gaman af tölfræði og glæpum, þá er hér listi yfir morð í USA. Þetta eru nýjustu upplýsingar, eða síðan 2017, sundurliðað eftir hvaða vopni var beitt:
Expanded Homicide Data Table 11
Helstu tölur:
Heildafjöldi myrtra: 15.129
Þetta er fyrir allt árið, ekki á dag, þá MBL og RÚV myndu kannski halda öðru fram.
Þar af myrtir með skotvopnum, (öllum gerðum): 10.982
Ekki meira en 30.000, eins og MBL hefur sagt. Oft.
Þar af voru 403 myrtir með rifflum. Ekki er það meira sundurliðað. En FBI segir semsagt að 200.000 manns séu ekki myrtir með vélbyssum á hverju ári, þar af 300.000 börn, eins og allir segja mér, að óathuguðu máli.
Með hnífum og öðrum eggvopnum var 1.591 manns komið í lóg. Það er eins og ef 1 og hálfur maður væru stunginn til bana hér árlega.
467 voru svo myrtir með hömrum og öðrum bitlausum áhöldum. Sem mér finnst skrítið að skuli ekki vera vinsælli aðferð, þar sem hún er ljóslega sú lang-skemmtilegasta.
692 voru svo barðir til bana eða sparkaðir í hel.
4 var hrint út um glugga.
Enginn var sprengdur í loft upp.
Merkilegasta tilfellið er "sniper attack" með skammbyssu. Það hefur verið áhugavert dæmi.
Kaninn er sá eini sem ég veit að heldur utanum svona upplýsingar, og veitir þeim öllum sem nenna að leita að þeim.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.