29.10.2019 | 15:51
Ég tek þátt í Jólabókaflóðinu
Um að gera að vera tímanlega í að plögga það. Gef þetta út á amazon. Látum það nú hljóma eins bókmenntalega og hægt er, til að höfða til áhorfenda Egils Helga:
Könguljónið:
Afbygging á sagnaminninu um skrímsli sem leikur lausum hala, með mið af íslenskum veruleika, lögum og reglugerðum og meðfæddum áhuga manna á að halda áfram að vera lifandi.
Of hardcore fyrir sósíalinn:
Innblásið af ritgerð Umberto Eco um eðli kláms, og hvernig efnistökum þess gætu verið settar skorður í félagshyggju-þjóðfélagi.
Gott fólk:
Stutt hugleiðing um endanlegt takmark neyzlustýringarinnar.
Ævintýri Hitlers í 101:
Hvernig myndi hinum heimsfræga einræðisherra reiða af í miðborginni? Og myndi hann borða Búbb-ís?
Maðurinn í Hornherberginu:
Maður beitir yfirnáttúrulegum aðferðum til að ná pólitískum frama.
Fáanleg hér: Fimm furðusögur fyrir svefninn
Ljóslega flottasta kápumynd ársins.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.