28.12.2019 | 17:05
Annáll ársins, annar hluti
Menning og listir.
Bók ársins:
Mueller report. Fáanleg á Amazon í mörgum útfærzlum. Eða frítt á netinu einhversstaðar, ef þú nennir að gúgla.
Sértrúarsöfnuður ársins:
Loftslags-Dauðaköltið.
Passið að þeir komist ekki í lím. Það er fyndið, en til ama.
Bíll ársins:
Væntanlegur á markað einhverntíma fyrir 2050. Kannski.
Tónlist ársins var öll flutt af einhverjum DJ Smurosti og skinku og hljómaði svona: "tik tik tik... tik tik... tik tik... (hvísl hvísl hvísl...) *ÓP!*" osfrv.
Kvikmynd ársins:
Þorsti.
Gífurlega hallærisleg og súr kvikmynd um vampýrur.
Hefur marga kosti, eins og - engir hestar, kindur, sviðakjammar eða lopapeysur sjást nokkru sinni í henni.
Hefur líka marag ókosti sem við lítum bara framhjá.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.