Nokkuð góður áratugur

*Bítl­arn­ir, hipp­arn­ir, mann­rétt­inda­bar­átta, geim­ferðir, svart­hvítt sjón­varp og stúd­enta­ó­eirðir gera þessi ár lif­andi í hug­um flestra sama hvort þeir hafi verið á staðnum eða ekki. 

AD 2009-2019 voru reyndar bara 2 Bítlar og sjónvarpið komið í lit þvert á kröfur VG, en allt annað var til staðar.

*Fjöl­miðlafrum­varp mennta­málaráðherra ramm­ar ára­tug­inn í raun nokkuð snyrti­lega inn fyr­ir okk­ur þar sem verið er að reyna að koma hækj­um und­ir viti borna umræðu í sam­fé­lag­inu.

Maður þarf að vera í sérstöku andlegu ástandi til að hlæja að þessum brandara.

*Þró­un­in krist­all­ast þegar ís­lensk­ar stofn­an­ir og op­in­ber fyr­ir­tæki veita skatt­fé í að aug­lýsa hjá fyr­ir­tækj­um í Kali­forn­íu, 

Sem er skandall sem enn hefur ekki verið farið nógu rækilega í saumana á.

*Ára­tug­ur sam­fé­lags­miðlanna hófst með mik­illi bjart­sýni á lýðræðis­lega virkni þeirra. [...] Bjart­sýn­ir byggðu því eðli­lega von­ir við að slíkt flæði á upp­lýs­ing­um gæti verið bana­biti illra alræðisafla.

Kínverjar hafa náð miklum árangri í að njósna um eigið fólk í gegnum farsíma til þess að grafa undan öllum tilhneygingum þess til uppreisna.

*stjórn Sjálf­stæðis­flokks, Bjartr­ar Framtíðar og Viðreisn­ar sem liðaðist í sund­ur eft­ir að umræða um upp­reista æru kyn­ferðis­glæpa­manna komst í há­mæli og tengd­ist áhrifa­mönn­um í Sjálf­stæðis­flokki.

sem leiðir hugann að...

*Oft­ar en ekki færi þó lík­lega bet­ur á því að nota lág­stemmd­ari lýs­ing­ar en í til­felli #met­oo á það vel við. Frá­sagn­ir ís­lenskra kvenna af kyn­ferðis­legri áreitni og of­beldi í öll­um kim­um sam­fé­lags­ins í lok árs 2017 ollu mikl­um titr­ingi og sárs­auka­fullri sjálfs­skoðun víða.

Tókuði eftir hvað allt metoo talið þagnaði fljótt þegar það kom á daginn að allir aðal perrarnir voru í Samfylkingunni?

Maður veltir fyrir sér... 

*Eft­ir mik­inn umræðuþunga í og þrýst­ing vís­inda­sam­fé­lags­ins þótti tölu­verður ár­ang­ur hafa náðst þegar skrifað var und­ir Par­ís­ar­sam­komu­lagið árið 2015. (sic)

"vís­inda­sam­fé­lags­ins."  Þú gleymdir íróníu-gæsalöppunum.

*Frétt­a­streymi fólks eru full af frétt­um af öfg­um í veðri og til­finn­ing­in er sú að maður lesi sí­fellt oft­ar um þurrka, skógar­elda, hita­bylgj­ur, flóð og óveður.

... seinna stendur:

*Það sem helst rat­ar í frétt­ir og telst til stórviðburða er gjarn­an á nei­kvæðum nót­um.

*facepalm*

*Greta Thun­berg var rétt skriðin af leik­skóla þegar ára­tug­ur­inn hófst en ásjóna henn­ar er nú orðin íkón­ísk á heimsvísu. Hvað sem ger­ist er hún orðin að and­liti bar­átt­unn­ar svipað og Gand­hi, Mart­in Lut­her King og Mandela voru á sín­um tíma.

Einn af þessum er ekki eins og hinir.  Gand­hi, King og Mandela börðust fyrir almúgann.  Gréta berst gegn almúganum.

*Vinstri-stjórn Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur og Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar náði að halda út heilt kjör­tíma­bil á ár­un­um 2009-2013...

Það er ekki enn búið að moka skítinn eftir þau.

*Efna­hags­ham­far­irn­ar sem skóku heim­inn und­ir lok síðasta ára­tug­ar settu aug­ljós­lega svip á þann sem eft­ir fylgdi. Þegar ósköp­in gengu yfir sat ég nám­skeið á MA-stigi í sagn­fræði um fas­isma hjá Val Ingi­mund­ar­syni.

Sat eitthvað eftir?

*Barack Obama var fyrsti blökkumaður­inn til að gegna embætt­inu á ár­un­um 2009-2017 og hans kosn­ing­ar­loforð var "Change we can beli­ve in" . Banda­ríkja­for­set­ar eru alltaf um­deild­ir og Obama var það vissu­lega en hann bar þó með sér mannúð, yf­ir­veg­un og ábyrgð sem hann mælti fyr­ir af þekk­ingu og inn­sýn. Yf­ir­burðaræðumaður.

 

Eins og einn kani sem ég þekki sagði: þegar Obama tók við voru Bandaríkin í tveimur stríðum.  Nú eru þeir í þremur.

En hann rak landið og stríðin vel.  Setti landið ekki á hausinn.  Þingið hindraði hann í að starta fjórða stríðinu, ens og minna er talað um.

*Trump er slétt sama um álit annarra og valdatíð hans hef­ur verið með ólík­ind­um sveiflu­kennd þar sem manna­breyt­ing­ar í hæstu embætt­um þjóðar­inn­ar hafa verið tíðar.

Hans mottó virðist vera: hvað sem virkar.  Enda eru Bandaríkin nú ríkari en nokkru sinni fyrr.

Og það hefur dregið úr hernaði.  Mörgum til ama, af einhverjum orsökum.

*Hér á Íslandi var þreyt­an á stjórn­mála­menn­ingu lands­ins hvergi sýni­legri en þegar grín­ist­inn Jón Gn­arr leiddi Besta flokk­inn til sig­urs í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um í byrj­un ára­tug­ar­ins. Stefnu­mál­in skiptu litlu máli. Fólk vildi bara eitt­hvað annað en hefðbundna stjórn­mála­menn. Hans verður mögu­lega helst minnst fyr­ir að hafa náð að gera stjórn­mál­in mann­leg á furðuleg­um tím­um þar sem mik­il reiði og gremja bjó í fólki eft­ir banka­hrunið.

Og honum gekk ekki betur en svo að nú þorir enginn aftur að breyta til.

*Nýr for­seti sem kjör­inn var á tíma­bil­inu hef­ur líka verið fersk­ur and­vari í stjórn­mál­in...

Hvernig?  Ég hef aldrei séð annað en gagnslausan já-mann.  Hvað er svo ferskt við það?

*Í Bretlandi kaus fólk að ganga út úr Evr­ópu­sam­band­inu ...

Elítan var eitthvað á móti því, þess vegna tók það langan tíma.  Nú er kominn alþýðu-maður í þetta. 

*Staðreynd­in er sú rót­tæk þjóðernisöfl hafa verið í mik­illi sókn í evr­ópsk­um stjórn­mál­um á und­an­förn­um miss­er­um.

Fyrir þá sem hafa augun opin er ekkert skrítið við það.


mbl.is Áratugur ólgu og breytinga á enda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband