29.12.2019 | 22:47
Nokkuð góður áratugur
*Bítlarnir, hipparnir, mannréttindabarátta, geimferðir, svarthvítt sjónvarp og stúdentaóeirðir gera þessi ár lifandi í hugum flestra sama hvort þeir hafi verið á staðnum eða ekki.
AD 2009-2019 voru reyndar bara 2 Bítlar og sjónvarpið komið í lit þvert á kröfur VG, en allt annað var til staðar.
*Fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra rammar áratuginn í raun nokkuð snyrtilega inn fyrir okkur þar sem verið er að reyna að koma hækjum undir viti borna umræðu í samfélaginu.
Maður þarf að vera í sérstöku andlegu ástandi til að hlæja að þessum brandara.
*Þróunin kristallast þegar íslenskar stofnanir og opinber fyrirtæki veita skattfé í að auglýsa hjá fyrirtækjum í Kaliforníu,
Sem er skandall sem enn hefur ekki verið farið nógu rækilega í saumana á.
*Áratugur samfélagsmiðlanna hófst með mikilli bjartsýni á lýðræðislega virkni þeirra. [...] Bjartsýnir byggðu því eðlilega vonir við að slíkt flæði á upplýsingum gæti verið banabiti illra alræðisafla.
Kínverjar hafa náð miklum árangri í að njósna um eigið fólk í gegnum farsíma til þess að grafa undan öllum tilhneygingum þess til uppreisna.
*stjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar Framtíðar og Viðreisnar sem liðaðist í sundur eftir að umræða um uppreista æru kynferðisglæpamanna komst í hámæli og tengdist áhrifamönnum í Sjálfstæðisflokki.
sem leiðir hugann að...
*Oftar en ekki færi þó líklega betur á því að nota lágstemmdari lýsingar en í tilfelli #metoo á það vel við. Frásagnir íslenskra kvenna af kynferðislegri áreitni og ofbeldi í öllum kimum samfélagsins í lok árs 2017 ollu miklum titringi og sársaukafullri sjálfsskoðun víða.
Tókuði eftir hvað allt metoo talið þagnaði fljótt þegar það kom á daginn að allir aðal perrarnir voru í Samfylkingunni?
Maður veltir fyrir sér...
*Eftir mikinn umræðuþunga í og þrýsting vísindasamfélagsins þótti töluverður árangur hafa náðst þegar skrifað var undir Parísarsamkomulagið árið 2015. (sic)
"vísindasamfélagsins." Þú gleymdir íróníu-gæsalöppunum.
*Fréttastreymi fólks eru full af fréttum af öfgum í veðri og tilfinningin er sú að maður lesi sífellt oftar um þurrka, skógarelda, hitabylgjur, flóð og óveður.
... seinna stendur:
*Það sem helst ratar í fréttir og telst til stórviðburða er gjarnan á neikvæðum nótum.
*facepalm*
*Greta Thunberg var rétt skriðin af leikskóla þegar áratugurinn hófst en ásjóna hennar er nú orðin íkónísk á heimsvísu. Hvað sem gerist er hún orðin að andliti baráttunnar svipað og Gandhi, Martin Luther King og Mandela voru á sínum tíma.
Einn af þessum er ekki eins og hinir. Gandhi, King og Mandela börðust fyrir almúgann. Gréta berst gegn almúganum.
*Vinstri-stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar náði að halda út heilt kjörtímabil á árunum 2009-2013...
Það er ekki enn búið að moka skítinn eftir þau.
*Efnahagshamfarirnar sem skóku heiminn undir lok síðasta áratugar settu augljóslega svip á þann sem eftir fylgdi. Þegar ósköpin gengu yfir sat ég námskeið á MA-stigi í sagnfræði um fasisma hjá Val Ingimundarsyni.
Sat eitthvað eftir?
*Barack Obama var fyrsti blökkumaðurinn til að gegna embættinu á árunum 2009-2017 og hans kosningarloforð var "Change we can belive in" . Bandaríkjaforsetar eru alltaf umdeildir og Obama var það vissulega en hann bar þó með sér mannúð, yfirvegun og ábyrgð sem hann mælti fyrir af þekkingu og innsýn. Yfirburðaræðumaður.
Eins og einn kani sem ég þekki sagði: þegar Obama tók við voru Bandaríkin í tveimur stríðum. Nú eru þeir í þremur.
En hann rak landið og stríðin vel. Setti landið ekki á hausinn. Þingið hindraði hann í að starta fjórða stríðinu, ens og minna er talað um.
*Trump er slétt sama um álit annarra og valdatíð hans hefur verið með ólíkindum sveiflukennd þar sem mannabreytingar í hæstu embættum þjóðarinnar hafa verið tíðar.
Hans mottó virðist vera: hvað sem virkar. Enda eru Bandaríkin nú ríkari en nokkru sinni fyrr.
Og það hefur dregið úr hernaði. Mörgum til ama, af einhverjum orsökum.
*Hér á Íslandi var þreytan á stjórnmálamenningu landsins hvergi sýnilegri en þegar grínistinn Jón Gnarr leiddi Besta flokkinn til sigurs í borgarstjórnarkosningum í byrjun áratugarins. Stefnumálin skiptu litlu máli. Fólk vildi bara eitthvað annað en hefðbundna stjórnmálamenn. Hans verður mögulega helst minnst fyrir að hafa náð að gera stjórnmálin mannleg á furðulegum tímum þar sem mikil reiði og gremja bjó í fólki eftir bankahrunið.
Og honum gekk ekki betur en svo að nú þorir enginn aftur að breyta til.
*Nýr forseti sem kjörinn var á tímabilinu hefur líka verið ferskur andvari í stjórnmálin...
Hvernig? Ég hef aldrei séð annað en gagnslausan já-mann. Hvað er svo ferskt við það?
*Í Bretlandi kaus fólk að ganga út úr Evrópusambandinu ...
Elítan var eitthvað á móti því, þess vegna tók það langan tíma. Nú er kominn alþýðu-maður í þetta.
*Staðreyndin er sú róttæk þjóðernisöfl hafa verið í mikilli sókn í evrópskum stjórnmálum á undanförnum misserum.
Fyrir þá sem hafa augun opin er ekkert skrítið við það.
Áratugur ólgu og breytinga á enda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.