Hjalla-skólarnir eru ekki í verkfalli....

Sem fær mig til að hugsa:

Nú er Hjalla-stefnan rekin á afar uggvænlegan auðvalds-kapitalískan hægri-öfga hátt, og er að láta ríkið líta voða illa út núna.

Hugsa ég að það verði farið í einhverjar aðgerðir til þess að leggja stein í götu þeirra í framtíðinni, skemma aðeins fyrir þeim reksturinn.

Þetta verður gert með einhverjum auka-kröfum og einhverjum extra sköttum.  Til dæmis kolefnisgjaldi, það er mjög inn núna.

Getur verið hvað sem er, svo lengi sem það gerir reksturinn óarðbæran.  Það er nefnilega ekki hægt að láta fólk hugsa að eitthvert einka-batterí sé betur til barnapössunar fallið en ríkið, er það?

Það gæti náttúrlega orsakað svarta-markaðs brask með barnapössun, sem myndi þá lækka verðið og bæta þjónustuna, og láta Ríkið líta enn verr út...

Að mörgu er að huga hér.


mbl.is Kjósa um verkföll í skólum utan Reykjavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband