Vírus-fréttir

Vírusa-síðan

Er það bara ég, eða finnst einhvrjum öðrum grunsamlegt að smituðum fjölgar ekki í Kína?

Kannski eru 10X fleiri með pláguna þar, en þeir klóra yfir það.  Kínverjar, sko.

Svo er annað: það er fyrirsjáanleg efnahags lægð að hefjast út af þessu.  Hve lengi getur Kína beðið með iðnaðinn?  Það er ekki eins og aðrar þjoðir séu ekki byrjaðar að taka eftir þessu.

Fyrirtæki gæti farið á hausinn, og afleiðingarnar verða tilkomumiklar.

Fólk þarf alltaf að borða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Nú seigja teljararnir að  búið sé að greina rumelga 400 síni á íslandi og rúmlega 40 reynast smitaðir af Covit19, um 10%.

þá vitum við síktir á íslandi eru einhverstaðar á bilinu rúmlega 40 til 36.000. (10% íslendingum.)

svipað gildir um Kína.

Guðmundur Jónsson, 6.3.2020 kl. 16:46

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

10% heldurðu.

Kínverjar eru 1.400.000.000, svo það ættu að vera, samkvæmt þínu giski 140.000.000 smitaðir, bara í Kína.

Sem mér persónulega finnst of-áætlun.  En hvað vitum við?

Ásgrímur Hartmannsson, 6.3.2020 kl. 20:43

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er nú ekki alveg víst að það sé hægt að álykta svona. Sýnin eru held ég tekin úr þeim sem finna fyrir einkennum, ekki af handahófi. En það eru samt örugglega töluvert fleiri smitaðir en hafa verið greindir smitaðir. Gæti ímyndað mér að það væru kannski á bilinu 3-10 sinnum fleiri, en faraldursfræðingar vita þetta nú betur.

Þetta byrjaði að grassera í Kína fyrir rúmum tveimur mánuðum, ekki satt? Þeir tóku fljótlega mjög stíft á því og nú er þetta í rénun þar. Sé ekki hvað er grunsamlegt við það. En það þýðir ekki að pestin geti ekki brotist út aftur af krafti í Kína. Nú er hún farin að berast þangað frá öðrum löndum.

Og efnahagsáhrifin eru ekki væntanleg. Þau eru þegar byrjuð. Og þau eiga eftir að magnast. En vonandi verður það ekki langvinn lægð.

Þorsteinn Siglaugsson, 6.3.2020 kl. 23:37

4 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Þetta er einmitt vandinn Þorsteinn, hinir og þessir "sérfræðingar" halda hitt og þetta en það eina sem er á tæru er þeir vita ekkert.

Þannig er til dæmis útilokað að vita hve útbreidd Covit19 er í Kína svo tölfræðilegt gagn sé af. það gætu verið 100.000 smit í Kína en þau gætu líka verið 100 milljónir. 

Hvað er hægt að gera við slíkar upplýsingar ?  Stutta svarið er ekkert.

Eins og ég sé þetta er stærst vandamlið í þessu, fólk sem framkvæmir á grundvelli þess sem það heldur.

Guðmundur Jónsson, 7.3.2020 kl. 13:28

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Við aðstæður eins og þessar verður fólk að bregðast við á grunni vísbendinga og merkja, sem eru ekki endilega konkret.

Þorsteinn Siglaugsson, 7.3.2020 kl. 17:21

6 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það er eitt sem við vitum:

Það hefur hægt mjög mikið á framleiðzlu í Kína sem er byrjað að valda smá kreppu.  Sem er að breiðast um heiminn.

Þetta mun hafa allskonar áhrif.  Vegna þess að hin og þessi batterí þurfa peninga sem verða bara ekkert til eftir mánuð eða svo.

*Ríki* eru að verða af fjármunum.

Hugsið aðeins um það.

Ásgrímur Hartmannsson, 7.3.2020 kl. 18:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband