Hljómar ólöglegt

Væri amk ólöglegt í hinum vestræna heimi.

Þegar búið er að repoa bílinn á málið að vera dautt.


mbl.is Bankinn tók bílinn upp í skuld en rukkar enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar fólk tekur lán en heldur að það hafi tekið bíl á kaupleigu og lendir svo í greiðsluerfiðleikum skeður margt sem kemur því á óvart.

Hjá Landsbankanum er það þannig að Bílalán eru persónuleg lán sem lántaki ber alla ábyrgð á að greiða og er skráður eigandi bílsins. Sé veð í bílnum, hvíli lánið á bílnum, þá er hægt að láta taka bílinn til greiðslu skuldarinnar. Lánið takmarkast samt ekki við bílinn og seljist hann fyrir minna en skuldin þá standa eftirstöðvarnar eftir til innheimtu. Bílasamningar eru samningar milli lántaka og Landsbankans um bílakaup. Landsbankinn er þá skráður eigandi út samningstímann og getur sótt bílinn verði greiðslufall. Landsbankinn er þar að bjóða bæði venjuleg bankalán og að lána eins og fjármögnunarfyrirtæki.

Bíllinn getur hafa verið tekinn til greiðslu inn á skuld en ekki "repoaður", bankinn seldi þeim ekki bílinn. Bankinn var ekki eigandi bílsins þar til endanleg greiðsla var greidd, sé þetta Bílalán eins og segir í textanum. Ekki er hægt að skila bílnum til bankans. Þeir sem "repoa" og taka aftur við bílum eru þeir sem eru skráðir eigendur þar til skuld er greidd.

Enginn banki tekur við bílum sem greiðslu. Það er ekki hægt að skila bankanum því sem var keypt með lánsfénu nema um það hafi verið samið við lántöku. Hafi einhver tekið bílinn þá er það sýslumaður. Og sýslumaður selur svo bílinn á uppboði til greiðslu upp í skuldina. Lánið takmarkast ekki við það sem keypt var. Sýslumaður hefði eins geta tekið einhverja aðrar eignir til viðbótar hefðu þær verið fyrir hendi. Allar eignir skuldara getur sýslumaður selt til greiðslu skuldar.

Vagn (IP-tala skráð) 8.3.2020 kl. 03:43

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta var bæði fræðandi og skemmtilegt.

Ásgrímur Hartmannsson, 8.3.2020 kl. 10:24

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Vagn lýsir því ágætlega hvernig á að standa að þessu löglega, en tekur ekki tillit til þess að bankar skeyta ekkert sérstaklega um að fara fram með löglegum hætti þegar kemur að innheimtumálum.

Þeir sem vilja fá almenninleg svör við svona spurningum geta leitað til Hagsmunasamtaka heimilanna en þar má fá óháð lögfræðiálit.

Guðmundur Ásgeirsson, 8.3.2020 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband