22.3.2020 | 18:36
Meira af hinum merka listamanni Fadades
Það gengur ekki að hlusta bara á hann þennan, vídjó-verkið sem með fylgir tónlistinni myndar samstæða listræna heild. Það er miklu frekar að myndmálið standi nánast sjálft.
Horfum:
Hér er Fadades argur yfir að hafa brotlent Úfóinu sínu í einhverri eyðimörk. Hann steytir hnefann að einhverjum gróðri, hleypir af leiser út í loftið, steytir svo hnefann að skúlptúr sem er eins og eitthvað sem menn gætu unnið fyrir bestu frammistöðu í söngkeppni alpamanna. Kemur á daginn að skúlptúrinn er af stærri gerðinni. Plottið þykknar:
Þetta verk byrjar á dans-töktunum úr "walks like an egyptian." Svo sjáum við hvar Fadades áttar sig á hversu líkur hann er söngvaranum úr "The Cure," og hversu mikið áfall það er fyrir hann. Eftir allt þetta skrölst úti í geimnum, ía tunglinu, í kirjugarðinum og leiserar og ég veit ekki hvað og hvað...
Fadades stendur í miðjum ilmvatnsglasa-heiminum, á meðan oddhvassi gítarinn hans flýgur um skýin. Held að þetta hljóti að vera luft-gítar. Við sjáum að það á eftir að setja í hann strengi.
Fadaes lendir í Egyptalandi aftur, og fjallar stuttlega um hvernig er best að bera sig að þaðr um slóðir. Sýnist helst honum finnist rettast að setja bara Kairó í sóttkví. Enda er það pestarbæli.
Fadades er engu minni maður en Dr. Who og Cpt. Kirk. Hér ferðast hann aftur í tímann, og hittir fyrir risaeðlur. Og hann tekur lagið fyrir þær, með kannski fyrirsjánlegum afleiðingum.
Það er ljóst mál að þennan mann þurfum við að fá til að taka brekkusönginn.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.